Tónlist

Fréttamynd

David Gilmour hrósar Todmobile

David Gilmour, gítarleikari Pink Floyd, henti í hrós við útgáfu Todmobile á stórvirkinu Awaken á YouTube. Horft hefur verið á útgáfu lagsins um 600 þúsund sinnum á YouTube. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu með stórtónleikum.

Lífið
Fréttamynd

Rappari dó við tökur í háloftunum

Rapparinn kanadíski, Jon James McMurray lét lífið um helgina þegar hann var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi. Tökurnar fólu í sér að hann gekk á væng lítillar flugvélar í háloftunum.

Erlent
Fréttamynd

Davidson tjáir sig í fyrsta sinn um sambandsslit hans og Grande

Bandaríski grínistinn Pete Davidson rauf í gær þögnina um sambandsslit hans við stórsöngkonuna Ariönu Grande í þættinum Judd & Pete for America, en í síðustu viku var tilkynnt um að parið fyrrverandi hafi slitið samvistum og bundið enda á trúlofun sína.

Lífið
Fréttamynd

Vinsælli en Sigur Rós á Spotify

Mt. fujitive nefnist íslenskur listamaður sem er gífurlega vinsæll á Spotify. 10 milljónir hafa hlustað á vinsælasta lag hans og yfir milljón manns hlusta á tónlist hans á mánuði. Hann spilar á sínum fyrstu tónleikum hér á landi á Prikinu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Leggst undir hnífinn á skurðarborðinu

Nýjasta plata Emmsjé Gauta, Fimm, kemur út í dag. Hann segir að á þessari plötu opni hann sig töluvert og líkir því við að liggja skorinn uppi á skurðarborðinu. Plötuna má finna á flestum streymisveitum.

Lífið
Fréttamynd

Faðirinn gleðst yfir heilmynd af Amy Winehouse

Enska tónlistarkonan Amy Winehouse, sem lést árið 2011 úr áfengiseitrun, fer í tónleikaferðalag seint á næsta ári. Heilmynd af söngkonunni mun stíga á svið og flytja hennar þekktustu lög, til að mynda Rehab, Valerie og Back to Black.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vonandi ekki í síðasta skipti

Það var ekki lítil spenna á meðal okkar vinkvennanna fyrir tónleika Friðriks Dórs Jónssonar, a.k.a. Frikka Dórs, sem fram fóru í Kaplakrika á laugardagskvöld.

Gagnrýni
Fréttamynd

Helmingur miða á aukatónleikana seldur

Um helmingur þeirra miða sem í boði voru á aukatónleika Ed Sheeran þegar miðasala hófst í morgun eru nú þegar seldir samkvæmt heimildum Vísis. Aukatónleikarnir verða haldnir á Laugardalsvelli þann 11. ágúst, daginn eftir aðaltónleikana.

Lífið
Fréttamynd

Nýtt lag og myndband frá Ingileif á eftirminnilegu ári

Ingileif Friðriksdóttir hefur sent frá sér nýtt lag og myndband sem ber heitið Gerir eitthvað. Laganeminn og fjölmiðlakonan sem má með réttu líka kalla tónlistarkonu hefur haft í nægu að snúast í ár en hún gaf út fyrsta lagið sitt, At last, í febrúar.

Lífið
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.