Bestu mörkin

Fréttamynd

„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“

„Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Sem betur fer erum við með karakter í liðinu“

„Það er búið að vera bras á liðinu en sem betur fer erum við með karakter í liðinu og það hafa aðrar stigið upp sem áttu ekki endilega að fá hlutverk í liðinu,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta, í ítarlegu viðtali við Bestu mörkin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þær eru smá dramadrottningar“

Sérfræðingar Bestu markanna rýndu í mótherja Íslands á EM kvenna í fótbolta í sérstökum upphitunarþætti sínum fyrir EM á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ef að Sara getur byrjað þá byrjar hún“

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur ekki verið í byrjunarliði í fótboltaleik síðan í mars árið 2021 en sérfræðingar Bestu markanna telja engu að síður að hún verði í byrjunarliði Íslands á EM í Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“

Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði.

Fótbolti