Bestu mörkin

Fréttamynd

„Hvar eru Garðbæingar?“

Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ekki eitt­hvað sem allir for­eldrar myndu leyfa“

Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ósköp fátt sem stoppar hana“

Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“

Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að það sé mjög mikill séns þarna“

Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Virkar á mig eins og Margrét Lára“

Sérfræðingar Bestu markanna telja að hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir eigi að fá sæti í byrjunarliði Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag, í leiknum mikilvæga í undankeppni HM.

Fótbolti
Fréttamynd

Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu.

Fótbolti