Samkvæmislífið

Fréttamynd

Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu

Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum.

Lífið
Fréttamynd

Allskonar kynlífi fagnað

Ný þáttaröð af „Allskonar kynlíf" fer í loftið í kvöld og af því tilefni var fyrsti þáttur frumsýndur á bar Loft Hostel um helgina þar sem gleðin var við völd. 

Lífið
Fréttamynd

Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu

Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 

Lífið
Fréttamynd

Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast

Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. 

Lífið
Fréttamynd

Giftu sig í undirgöngum

Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: LXS partý

Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Fréttastofan kvaddi Eddu

Fjölmiðladrottningin Edda Guðrún Andrésdóttir á fimmtíu ára feril að baki og hefur lesið kvöldfréttir á Stöð 2 í þrjátíu ár. Í gærkvöldi las hún fréttirnar í síðasta skipti og mætti fréttastofan að fagna þessum stóru tímamótum í hennar lífi með konfetti og kampavín við hönd. 

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Brúðkaup Þórhildar Sunnu og Rafaels Orpel

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata giftist Rafael Orpel við fallega athöfn undir stjórn Arnars Snæberg hjá Siðmennt síðastliðinn laugardag. Sunna skartaði bleikum og gylltum brúðarkjól sem hún var í skýjunum með og tengist náið ævagamalli ást hennar á fatnaði og sögum frá 18. öldinni. Blaðamaður tók púlsinn á Sunnu og fékk að heyra nánar frá draumadeginum.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Opnun 66°Norður á Hafnartorgi

Fyrirtækið 66°Norður opnaði á dögunum sína elleftu verslun til þessa og er hún staðsett á Hafnartorgi á gamla hafnarsvæðinu. Basalt Arkitektar hönnuðu verslunina og var innblásturinn íslenskt veður og umhverfi.

Lífið
Fréttamynd

Kosningapartý, fjör og gleði

Það var mikið líf og fjör um helgina þar sem kosningapartý voru haldin víðsvegar um Reykjavík á meðan beðið var eftir niðurstöðunum. Ljósmyndari frá Vísi kíkti við í nokkur teiti og fangaði stemninguna þar sem flokkarnir fögnuðu kvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

HönnunarMars settur í Hörpu með lúðrablæstri

Hátíðin, sem í ár fer fram í fjórtánda sinn, var sett með pompi og prakt í Hörpu í gær. Hátíðina settu Þórey Einarsdóttir, stjórnanda HönnunarMars, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Ölgerðin hélt lang­þráða árs­há­­tíð í tékk­neskum kastala

Árshátíð Ölgerðarinnar var haldin með pompi og prakt í Prag í Tékklandi á laugardag þar sem 450 starfsmenn komu saman í Prag kastala. Það færist nú í aukana að fyrirtæki haldi starfsmannafögnuði sína á erlendri grundu en skömmu á undan Ölgerðinni hélt verkfræðistofan Efla árshátíð sína í Marrakesh í Marokkó.

Lífið
Fréttamynd

Safarík myndaveisla frá frumsýningu Ávaxtakörfunnar

Ávaxtakarfan var frumsýnd um helgina í Hörpu þar sem sýningarnar munu fara fram. Einvalalið leikara fer með hlutverk ávaxtanna og grænmetisins og var líkt og Eyþór Ingi hafi aldrei gert annað en að leika sjálfumglaðan ananas.

Lífið