Ítalski boltinn

Fréttamynd

Fátt sem virðist geta stöðvað Napoli

Napoli vann enn einn sigurinn í Serie A deildinni á Ítalíu í dag þegar liðið vann góðan sigur á Atalanta. Napoli er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar og fátt sem virðist geta komið í veg fyrir að þeir fagni titlinum í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert skoraði og lagði upp í mikil­vægum sigri

Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho sá rautt og Roma tapaði gegn botnliðinu

Í þriðja skiptið á tímabilinu var hinn skrautlegi þjálfari Roma, José Mourinho, rekinn upp í stúku með beint rautt spjald er liðið mátti þola 2-1 tap gegn botnliði Cremonese í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti