Ítalski boltinn

Fréttamynd

Tárin flæddu hjá Ranieri eftir nýtt ævintýri

Hinn 71 árs gamli Claudio Ranieri hélt áfram að skapa ævintýri sem knattspyrnustjóri í gær þegar hann stýrði liði Cagliari upp í ítölsku A-deildina, eftir að hafa tekið við liðinu í 14. sæti B-deildarinnar. Cagliari tekur sæti Spezia sem tapaði úrslitaleik við Hellas Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

Goðsögnin rekin frá Milan

Paolo Maldini, ein mesta goðsögn í sögu ítalska knattspyrnufélagsins AC Milan, hefur verið rekinn frá félaginu. Það mun hafa gerst í kjölfar hitafundar með eigandanum Gerry Cardinale í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“

Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan táraðist á kveðju­stundinni

Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona.

Fótbolti
Fréttamynd

Napoli vann og endaði með níutíu stig

Napoli vann sigur í lokaleik sínum í Serie A á tímabilinu. Liðið er fyrir löngu síðan búið að tryggja sér ítalska meistaratitilinn en með sigrinum í dag náði Napoli níutíu stigum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara Björk er ítalskur bikarmeistari

Sara Björk Gunnarsdóttir varð í dag ítalskur bikarmeistari í knattspyrnu með félagsliði sínu Juventus. Dramatískt mark á lokametrum leiksins tryggði Juventus titilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Búa sig undir mikið fyllerí og ólæti

Lögreglan í Tékklandi verður með fjölmennt lið til taks þegar stuðningsmenn West Ham og Fiorentina fara að streyma til höfuðborgarinnar, Prag, vegna úrslitaleiks Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti