Íslenski boltinn

Fréttamynd

Einstakt í sögu keppninnar

Afrek Liverpool, að lenda 3-0 undir gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en jafna leikinn 3-3 og vinna svo í vítaspyrnukeppni, er einstakt í sögu sterkustu deildar heims og í fyrsta skipti sem slíkt gerist í sögu keppninnar. Leikurinn var sýndur beint á Sýn og var mögnuð skemmtun.

Sport
Fréttamynd

Stewart Downing meiddur

Steward Downing, kantmaður Middlesbrough, er nýjasti leikmaðurinn til að draga sig út úr enska landsliðshópnum sem nú er í Bandaríkjunum. Downing meiddist á hné á fyrstu æfingu liðsins fyrir leikina gegn Bandaríkjunum og Kólumbíu.

Sport
Fréttamynd

Landsbankadeildin í kvöld

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og eru Valur og FH enn með fullt hús stiga eftir leiki kvöldsins. KR tapaði óvænt heima fyrir Keflavík og ungu leikmennirnir tryggðu Skagamönnum nauman sigur á Grindavík uppá Skaga.

Sport
Fréttamynd

Árangur Liverpool særir Cole

Ashley Cole, vinstri bakvörður Arsenal, sagði í dag að það hefði verið mjög sárt að horfa á Liverpool lyfta Evrópubikarnum í Istanbul í gær bætti við: <em>,,Arsenal ætti að vera vinna svona titla".</em>

Sport
Fréttamynd

Liverpool til Tokyo tvisvar í ár

Liverpool mun fara tvisvar til Japans á árinu. Liðið hafði áður skipulagt æfingaferð þangað í sumar en eftir sigurinn magnaða í Meistaradeild Evrópu í gær er ljóst að liðinu stendur til boða að leika á HM félagsliða, en það mót verður einmitt haldið í Japan dagana 11.-18. desember.

Sport
Fréttamynd

Framlenging í Istanbul

Úrslitaleikur AC Milan og Liverpool í Meistaradeild Evrópu fer í framlengingu en staðan að loknum venjulegum leiktíma er 3-3. Rafael Benitez knattspyrnustjóri Liverpool hefur skipt öllum varamönnunum sínum þremur inn á en sá fyrsti kom inn á strax á 23. mínútu. Carlo Ancelotti þjálfari Milan hefur skipt tveimur varamönnum inn á.

Sport
Fréttamynd

Friðsamlegt í Istanbúl í nótt

Allt fór friðsamlega fram í Istanbúl í Tyrklandi í nótt þegar stuðningsmenn Liverpool og AC Milan máluðu borgina rauða fyrir úrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Upphitun hefst kl. 18 auk þess sem leikurinn verður krufinn til mergjar með sérfræðingum Sýnar í leikslok.

Sport
Fréttamynd

20 manna landsliðshópur

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa ákveðið að velja 20 manna landsliðshóp sem mætir Möltu og Ungverjalandi í næsta mánuði. Heiðar Helguson verður í banni gegn Ungverjum. Tveir nýliðar eru í hópnum, Haraldur Freyr Guðmundsson og Jóhannes Þór Harðarson en það vekur einnig athygli að Tryggvi Guðmundsson er valinn í landsliðið á nýjan leik. Enginn Guðjónssona Þórðarsonar er í hópnum.

Sport
Fréttamynd

Eins og í Liverpool-sögu

Liverpool varð Evrópumeistari í gær þegar þeir sigruðu AC Milan í dramatískum úrslitaleik í Istanbúl. Liverpool var 3-0 undir í leikhléi en snéri töpuðu tafli sér í hag á ótrúlegan hátt.

Sport
Fréttamynd

KSÍ opnar nýja heimasíðu

Knattspyrnusamband Íslands hefur opnað nýja útgáfu af heimasíðu sinni, ksi.is. Nýja síðan er glæsileg og sannarlega verðugur arftaki eldri útgáfunnar sem allir knattspyrnuáhugamenn ættu að þekkja vel núorðið.

Sport
Fréttamynd

AC Milan yfir gegn Liverpool

AC Milan er 1-0 yfir gegn Liverpool í úrslitaleik Meistardeildar Evrópu í Istanbul í Tyrklandi. Paolo Maldini skoraði markið eftir aðeins 50 sekúndna leik eftir aukaspyrnu frá Andrea Pirlo. Leikurinn hófst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi inn og Rúnar hættur

Landsliðsþjálfarnir í knattspyrnu kynntu í gær landsliðshópinn sem mætir Ungverjum 4. júní og liði Möltu fjórum dögum síðar á Laugardalsvellinum. Þeir völdu 20 manna hóp þar sem Heiðar Helguson verður í banni í fyrri leiknum - og einfaldlega til að hafa vaðið fyrir neðan sig.

Sport
Fréttamynd

LIVERPOOL JAFNAR !

Liverpool hefur tekist hið ómögulega að jafna gegn AC Milan þar sem staðan er orðin 3-3 í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Xabi Alonso jafnaði úr vítaspyrnu sem Steven Gerrard fiskaði á Gattuso á 60. mínútu og hefur Liverpool skorað 3 mörk á 6 mínútum eftir að staðan var 3-0 í hálfleik fyrir Milan.

Sport
Fréttamynd

Tvö mörk Liverpool á 2 mínútum

Steven Gerrard og Vladimir Smicer hafa minnkað muninn fyrir Liverpool í 2-3 gegn AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Mörkin komu með 2 mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks, Gerrard á 54. mínútu og Smicer á 56. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Íslensku stúlkurnar lögðu Skota

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann góðan útisigur á Skotlandi í vináttulandsleik  í Perth í Skotlandi í kvöld, 0-2. Dóra María Lárusdóttir skoraði bæði mörk íslenska liðsins í seinni hálfleik, á 68. og 77. mínútu.

Sport
Fréttamynd

AC Milan að slátra Liverpool

AC Milan er hreinlega að ganga frá Liverpool strax í fyrri hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en staðan er orðin 3-0 fyrir Ítalana þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Argentínumaðurinn Hernan Crespo hefur skorað tvívegis með 5 mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik. Fyrst á 39. mínútu og svo á 44. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Tvö lið - 19 þjóðerni

Leikmenn frá 19 löndum öttu kappi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í knattpyrnu í Istanbul í Tyrklandi milli AC Milan og Liverpool. Hjá sexföldum Evrópumeisturum Milan voru leikmenn af 8 þjóðernum í hópnum. Liverpool stillti upp leikmönnum frá 9 mismunandi þjóðum í byrjunarliðinu einu.

Sport
Fréttamynd

LIVERPOOL EVRÓPUMEISTARAR!

Liverpool var að tryggja sér Evrópumeistaratitilinn í knattspyrnu eftir sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni, 2-3. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 eftir að AC Milan komst í 3-0 í fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jerzy Dudek var hetja Liverpool í vítaspyrnukeppninni þar sem hann varði tvær vítaspyrnur.

Sport
Fréttamynd

Maradona spáir Milan sigri

Knattspyrnugoðsögnin Maradona spáir því að AC Milan hampi Evrópumeistaratitlinum annað kvöld en þá mætir ítalska liðið Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá litli argentínski er staddur í Istanbul í Tyrklandi og verður viðstaddur leikinn.

Sport
Fréttamynd

Mutu með Juventus á sunnudag

Rúmenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Adrian Mutu er nú búinn að afplána 7 mánaða keppnisbannið sem hann var úrskurðaður í og leikur að öllum líkindum á sunnudaginn með Juventus í lokaumferð ítölsku deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Reynsla á móti hungri í sigur

Í kvöld er einn af hápunktum knattspyrnuvertíðarinnar þegar Liverpool og AC Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan varð síðast Evrópumeistari fyrir tveimur árum og hefur á að skipa gríðarlega reyndu liði, á meðan enska liðið hefur ekki sigrað í keppninni í 21 ár.

Sport
Fréttamynd

Gunnar með þrennu gegn Landskrona

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu fyrir Halmstad þegar liðið burstaði Landskrona 5-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Mörk Gunnars komu öll á 18 mínútna kafla í síðari hálfleik. Þetta voru fyrstu mörk Gunnars á tímabilinu. Halmstad er í öðru sæti í deildinni með níu stig eftir fjóra leiki en Helsingsborgs er á toppnum með tíu stig.

Sport
Fréttamynd

Segist ekki hafa boðið í Zlatan

Real Madrid neitar að hafa boðið 30 milljónir punda í Svíann Zlatan Ibrahimovich hjá Juventus. Real hefur ekki unnið titil í tvö ár sem er talið óviðunandi á þeim bænum. Liðið eru orðað við fleiri stjörnur, þar á meðal Rio Ferdinand og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá HK og Haukum

HK og Haukar skildu jöfn 2-2 í fyrstu deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Árni Thor Guðmundsson og Eyþór Árnason skoruðu fyrir HK en Hilmar Geir Eiðsson og Svavar Sigurðsson voru á skotskónum fyrir Hauka.

Sport
Fréttamynd

Stórsigur Hjálmars og félaga

Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar sem sigraði Örgryte 3-0 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Jóhann B. Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Örgryte. Gautaborg er 7. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki, en Örgyte er í í 12. sæti með 7 stig. Ekki er þó langt í toppinn því Helsingborgs IF er efst með 14 stig.

Sport
Fréttamynd

Síðasti leikurinn með Liverpool?

Milan Baros, sóknarmaður Liverpool segir að úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni gegn AC Milan annað kvöld geti orðið síðasti leikur hans fyrir félagið. Baros er ekki sáttur að fá ekki að leika meira með liðinu og mun skoða möguleika sína eftir leikinn. Mörg félög hafa borið víurnar í hann.

Sport
Fréttamynd

Vináttulandsleikir í kvöld

Þrír vináttulandsleikir fóru fram í kvöld, tveir í Evrópu. Frode Johnsen skoraði sigurmark Norðmanna sem unnu Kosta Ríku, 1-0 á heimavelli og Rúmenar sigruðu Moldova, 2-0. Niðri í Suður Ameríku gerðu Perú og Sameinuðu arabísku furstadæmin markalaust jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Larsson ekki með Svíum

Sóknarmaðurinn Henrik Larsson er ekki í 24 manna hópi Svía sem mæta Möltu í undankeppni HM 4. júní n.k. eins og við var búist. Larsson hefur verið fjarverandi hjá Barcelona síðustu 6 mánuði vegna alvarlegra hnémeiðsla en kom inn á í 3-3 jafnteflisleik liðsins gegn Villarreal um liðna helgi.

Sport
Fréttamynd

ONeill að hætta með Celtic

Martin ONeill, framkvæmdastjóri Celtic, er sagður ætla að tilkynna á næstu dögum afsögn sína. Geraldine, kona Martin, er víst mjög veik og er það ástæða þess að hinn 53-ára gamli Norður Íri ætlar að víkja.

Sport