Lengjudeild karla

Fréttamynd

Hættir eftir tímabilið

Sigurbjörn Hreiðarsson mun ekki halda þjálfun Grindavíkur áfram þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍBV nálgast sæti í efstu deild

ÍBV vann í dag mikilvægan 1-0 sigur þegar að liðið heimsótti Þór frá Akureyri í Lengjudeild karla í knattspyrnu í dag. Eyjamenn eru enn í harðri baráttu um sæti í efstu deild á næsta tímabili, en Þórsarar eru ekki enn búnir að hrista falldrauginn af sér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tíu Kórdrengir héldu lífi í toppbaráttunni

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Alex Freyr Hilmarsson var hetja Kórdrengja þegar að liðið vann Grindavík 2-1, Afturelding vann 3-1 sigur gegn Þrótti R., tíu leikmenn Fram kláruðu 2-1 sigur gegn Gróttu, Selfyssingar tryggðu áframhaldandi veru í deildinni með 3-0 sigri gegn Víkingi Ólafsvík og Þór frá Akureyri og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hádramatískar lokamínútur í Lengjudeild karla

Öllum fimm leikjum dagsins í Lengjudeild karla er nú lokið eftir að flautað var til leiksloka í leikjum Gróttu og Grindavíkur annars vegar, og Þróttar og Fram hinsvegar. Grótta vann 2-1 með sigurmarki á sjöttu mínútu uppbótartíma og Þróttur tryggði sér 2-2 jafntefli með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni

Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Fótbolti
Fréttamynd

„Allir eru Framarar inn við beinið“

Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, segir félagið hafa sett sér það markmið að komast upp í efstu deild áður en gengið yrði frá flutningi félagsins úr Safamýri í Úlfarsárdal. Það tókst í gær er liðið tryggði sæti sitt í Pepsi Max-deild karla að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framarar tryggðu sér sæti í Pepsi Max deild karla

Framarar munu leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili, en liðið tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári með 2-1 sigri gegn Selfyssingum. Þá unnu tíu leikmenn Grindavíkur 2-1 sigur gegn Þrótti R. og Grótta vann einnig 2-1 sigur gegn Kórdrengjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kórdrengir sækja að Eyjamönnum

Kórdrengir unnu 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í síðari leik kvöldsins í Lengjudeild karla í fótbolta. Allt stefnir í harða baráttu þeirra við ÍBV um sæti í Pepsi Max-deild karla að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þróttur opnaði fallbaráttuna upp á gátt

Þróttur vann lífsnauðsynlegan 3-0 sigur á Selfossi í fallslag í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Liðið er áfram í fallsæti, en aðeins tveimur stigum frá Selfossi sem eru í öruggu sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá KR í Kórdrengi

Miðjumaðurinn Alex Freyr Hilmarsson hefur skrifað undir lánssamning við Kórdrengi og mun spila með liðinu út leiktíðina. Alex kemur frá KR til Kórdrengja.

Íslenski boltinn