Körfubolti

Fréttamynd

„Ég er ó­á­nægðastur með at­vinnu­mennina mína“

Maté Dalmay, þjálfari Hauka, mátti sætta sig við enn einn tapið í Subway-deild karla í kvöld þegar Haukar töpuðu á útivelli gegn toppliði Vals, 82-72. Hann kallaði eftir því að hans sterkustu leikmenn færu að stíga upp og sýna hvað þeir fá borgað fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta sam­band

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna.

Handbolti
Fréttamynd

Martin mataði fé­laga sína á stoð­sendingum

Martin Hermannsson átti sennilega sinn besta leik með Alba Berlín í dag eftir að hann gekk til liðs við félagið í janúar. Martin gaf níu stoðsendingar og skoraði þrettán stig, sem er það mesta sem hann hefur náð í báðum tölfræðiflokkum hingað til.

Körfubolti
Fréttamynd

Rus­sell West­brook kominn með 25 þúsund stig

Hinn síungi Russell Westbrook, leikmaður LA Clippers, er ekki dauður úr öllum æðum enn en hann komst í nótt í 25 þúsund stig skoruð samtals í NBA. Þá hefur hann ekki látið sitt eftir liggja í öðrum tölfræðiþáttum í gegnum tíðina.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin öflugur í ó­væntum sigri Alba Ber­lín

Alba Berlín hefur ekki riðið feitum hesti í EuroLeague, Evrópudeild karla í körfubolta, það sem af er leiktíð. Það kom því nokkuð á óvart þegar liðið sigraði Rauðu stjörnuna frá Serbíu sannfærandi í kvöld. Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“

Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Njarð­vík síðastar inn í undan­úr­slit

Njarðvík vann öruggan 20 stiga sigur á sameiginlegu liði Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta, lokatölur 92-72 og Njarðvík komið í undanúrslit.

Körfubolti