ÍBV

Fréttamynd

Guðni: Þetta var erfiður sigur

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári Kristján framlengir við Íslandsmeistarana

Hinn 38 ára gamli Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði Íslandsmeistara ÍBV, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið og tekur því slaginn í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja

Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 0-0 | Markalaust í Keflavík

Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun þar sem bæði lið fengu þó nokkur dauðafæri til að komast yfir og það var með hreinum ólíkindum að það hafi verið markalaust í hálfleik. Gangur leiksins breyttist síðan algjörlega í síðari hálfleik þar sem bæði lið voru í tómum vandræðum með að skapa sér færi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég veit alveg hvar hann á heima“

Það er ekki á hverjum degi sem fráfarandi og verðandi þjálfari Íslandsmeistaraliðs eru báðir í viðtali á sama tíma en það gerðist í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka.

Handbolti
Fréttamynd

Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl?

Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég er svo stoltur“

Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld með 25-23 sigri á Haukum í Vestmannaeyjum. Theodór Sigurbjörnsson hefur verið í öllum þremur Íslandsmeistaraliðum ÍBV en í fyrsta sinn tryggði liðið sér titilinn á heimavelli.

Handbolti