Geðheilbrigði

Fréttamynd

80 dauðs­föll á þessu ári

Það hafa fimm einstaklingar látið lífið það sem af er ári í umferðarslysum. Við erum sammála um að það er of mikið, þótt vissulega hafi fleiri látist í umferðinni en nú í ár. Í samfélaginu er stöðugt ákall um öruggari umferð og er það vel. Gerðar eru áætlanir og samgöngusáttmálar langt fram í tímann um úrbætur á vegakerfinu sem meðal annars eiga að auka öryggi og fækka dauðsföllum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar

Gulur september er mikilvæg vitundarvakning fyrir okkur öll þar sem geðrækt, líðan og sjálfsvígsforvarnir koma okkur öllum við. Í samfélagi þar sem mörg upplifa auknar kröfur og meiri hraða virðist tíminn fyrir geðrækt og áherslur á andlega líðan fara minnkandi. 

Skoðun
Fréttamynd

„Næ ekki ró vegna þess að ég er lyfja­laus“

Íris Hólm Jóns­dóttir, söng-og leik­kona, segist vera reið, svekkt og pirruð. Hún gat ekki sofið í nótt þar sem heilinn er á yfir­snúningi sökum þess að lyfin sem Íris tekur gegn ADHD eru ekki til í landinu. Hún segist hugsi yfir um­mælum Óttars Guð­munds­sonar, geð­læknis, um ADHD.

Innlent
Fréttamynd

Hlustum á unga fólkið

Að vita ekki afhverju manni líður illa dagsdaglega og birgja vanlíðan er vondur staður að vera á. Ég var orðinn 38 ára árið 2005 þegar ég sá í fyrsta skipti síðan í æsku hvað hafði stjórnað mínu lífi. Það var skrýtið að sjá að það var til nafn yfir það sem hafði stjórnað mínu lífi með ömurlegum afleiðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Rosaleg ráð fyrir rútínuna í vetur

Eflaust taka margir eftir því að hjartað er farið að slá örlítið hraðar eftir sumarfrí. Tölvupóstarnir aukast, hraðinn verður meiri og dagarnir eiga það til að fljúga hjá sökum anna. Þá er einstaklega mikilvægt að geta tamið sér ágætis skipulag og fundið góða rútínu. Lífið á Vísi ræddi því við fjölbreyttan hóp fólks úr samfélaginu og bað það að deila sínum bestu ráðum fyrir rútínuna í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Gulur septem­ber - Al­þjóða­dagur sjálfs­vígs­for­varna

Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna.

Skoðun
Fréttamynd

Ungt fólk geti leitað sér aðstoðar

Formaður stjórnar Píeta-samtakanna hefur þungar áhyggjur af hárri tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks á Íslandi. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Versti dagur lífs míns

Versti dagurinn okkur er alltaf settur í samhengi við það sem okkur finnst erfitt þá stundina en það eru sumir sem upplifa versta dag lífs þíns og það er sannarlega þegar þau fá fréttir um að náinn ættingi og hvað þá barnið þeirra hafi tekið eigið líf.

Skoðun
Fréttamynd

Bleikur ráð­herrafíll í um­ferðinni

Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu.

Skoðun
Fréttamynd

Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu

Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði.

Innlent
Fréttamynd

Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið

Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Út­skýrir vinnu­brögð lög­reglunnar í hand­tökunni í Hvera­gerði

Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig dó hann?

Í dag er gulur dagur sem er hluti af samvinnuverkefninu gulur september. Gulur september er forvarnarverkefni stofnana og samtaka sem vinna að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Þegar við hugsum um forvarnir sjáum við oft fyrir okkur skilti á strætóskýlum, auglýsingar, safnanir (og oftar en ekki Þorgrím Þráinsson).

Skoðun
Fréttamynd

Hand­tekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum

Hjónin Valdimar og Hanna María Rand­rup, í­búar í Hvera­gerði, voru hand­tekin í fyrra­kvöld þar sem am­feta­mín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvan­se sem þau eru á. Fjór­tán ára sonur þeirra varð eftir heima. For­maður ADHD sam­takanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri inn­viða­ráð­herra og dóms­mála­ráð­herra á­byrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfs­víg og fjöl­miðlar

Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum.

Skoðun
Fréttamynd

„Er allt í gulu á þínum vinnustað?“

Átakinu Gulur september var formlega ýtt úr vör í dag af heilbrigðisráðherra og landlækni en Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. 

Samstarf
Fréttamynd

„Eins og að segja við mann­eskju sem notar gler­augu að taka gler­augnafrí“

Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Píeta vill opna gjaldfrjálsa þjónustu í öllum landshlutum

Píeta-samtökin stefna að því að opna úrræði með gjaldfrjálsri þjónustu í hverjum landshluta fyrir þá sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Nýtt Píeta-skjól verður opnað á Húsavík í dag en um sjö hundruð leita til samtakanna á hverju ári.

Innlent
Fréttamynd

„Ef ekkert verður gert þá deyr ein­hver“

Foreldrar þroskaskerts ungs manns með mikinn fíknivanda gagnrýna úrræðaleysi fyrir ungt fólk með tvíþættan vanda. Syni þeirra var vísað af geðdeild vegna hegðunarvanda en ekki er langt síðan hann reyndi að fyrirfara sér. Foreldrar hans óttast hvað gerist næst.

Innlent
Fréttamynd

Barningur for­eldra geti leitt til þung­lyndis og ör­orku

Formaður Einhverfusamtakanna segir börn þurfa að bíða í allt að fjögur ár eftir einhverfugreiningu og stjórnvöld hafi lengi vitað af vandanum. Það skipti miklu máli fyrir börn að fá nauðsynlega þjónustu sem fyrst og barningur foreldra endi sjaldan við greiningu. Langvarandi barátta þeirra við kerfið geti jafnvel leitt til þunglyndis og örorku.

Innlent