Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Næsti Eyja­fjalla­jökull?

Stundum er hugmynd það góð að maður áttar sig ekki af hverju sé ekki löngu búið að framkvæma hana. En hvaða hugmynd gæti það verið?

Skoðun
Fréttamynd

End of the Road með Boyz II Men

Á krepputímum ber yfirleitt á góma hugmynd að minnka innflutning á vörum í þeim tilgangi að fjármunir haldist innan hagkerfisins okkar í stað þess að þeir fari úr landi.

Skoðun
Fréttamynd

Varaforseti Bandaríkjanna í „einangrun“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, ákvað að fjarlægja sig öðru fólki að eigin vali eftir að aðstoðarmaður hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru. Þrír af æðstu embættismönnum sóttvarna eru í sóttkví vegna smits innan Hvíta hússins.

Erlent
Fréttamynd

Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun

Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir

Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fauci og félagar í sóttkví

Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu.

Erlent