Play

Fréttamynd

Heitir í háloftunum

Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.

Lífið
Fréttamynd

Júlí­mánuður sá stærsti í sögu Play

Nýtt met var slegið í sögu flugfélagsins Play í júlí. Sætanýting félagsins í mánuðinum nam 91 prósenti og voru farþegar nær 192 þúsund talsins. Þar af leiðandi er júlí stærsti mánuður flugfélagsins frá upphafi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára

Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play bætir við á­fanga­stað í Þýska­landi

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Frankfurt í Þýskalandi. Forstjóri Play segir félagið vera vel í stakk búið til að stækka leiðakerfið. Fyrsta flug Play til þýsku borgarinnar er áætlað í desember á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík

Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli

„Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sátu eftir á Ali­cante eftir að fluginu var flýtt

Ís­lenskt par varð eftir á Ali­cante á Spáni í dag eftir að flugi þeirra með flug­fé­laginu Play var flýtt um fimm klukku­stundir vegna ó­veðurs. Þau sakna þess að hafa fengið til­kynningu frá flug­fé­laginu. Flug­fé­lagið segir slíkt því miður geta komið fyrir þegar flug­miðar séu bókaðir í gegnum þriðja aðila. Komið verði til móts við fólkið og því boðin frí breyting á flugi.

Neytendur
Fréttamynd

Farþegafjöldi í apríl þrefaldaðist á milli ára

Farþegum PLAY fjölgaði mikið í apríl og voru 102.499 talsins, samanborið við 86.661 farþega í mars. Sætanýtingin nam 80,8 prósentum. Hér er um að ræða verulegan vöxt frá sama tíma í fyrra, þegar farþegar voru 36.669 og sætanýtingin 72,4%. Farþegafjöldinn sem næst þrefaldaðist á milli ára. Svo segir í tilkynningu frá Play.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er að verða þjóð­hags­lega mikil­vægt fyrir­tæki“

Flugfélagið Play hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði og hefur verið að vaxa á gríðarlegum hraða. Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í dag en tekjur félagsins tæplega fjórföldust á einu ári. Forstjóri félagsins segist skíthræddur um að félagið vaxi of hratt, en þó er vel passað upp á að það gerist ekki. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna

Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Kerfi sem bjóði þing­mönnum upp á spillingu

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir fyrirkomulag við bókanir ríkisstarfsmanna á flugferðum bjóða upp á spillingu. Þarna sé verið að viðhalda kerfi sem hvetji starfsmenn ríkisins til þess að beina viðskiptum sínum til ákveðins flugfélags. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn fá punkta á sitt kort fyrir flug­ferðir greiddar af ríkinu

Þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfs síns fá flugpunkta á kort sín fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Forstjóri Play segir að þarna sé svakalegur hvati sem stýri viðskiptum þingmannanna. 

Innlent