Innlent

Fréttamynd

Níu ákærðir fyrir utanvegaakstur

Níu karlmenn á aldrinum 15 til 41 árs hafa verið ákærðir fyrir utanvegaakstur á Suðurlandi í byrjun júní. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekki vitað um vitorðsmenn

Parið sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku er þau reyndu að smygla einu kílói af kókaíni inn til landsins í skónum sínum, hafa ekki áður komist í kast við lögin.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt skipulag Fréttablaðsins

Nýtt starfsskipulag tekur gildi á ritstjórn Fréttablaðsins í dag. Í nýju skipulagi felst að starfsemi ritstjórnar er skipt í tvö höfuðsvið undir stjórn tveggja aðstoðarritstjóra. Þá taka fréttastjórar við daglegri yfirstjórn frétta.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við bágstadda

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita 7,5 milljónum króna til stuðnings við hjálparstarf Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna til aðstoðar íbúum á Austur-Tímor.

Innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun seld ríkinu fyrir áramót

Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar stefna á að selja hlut sinn í Landsvirkjun fyrir árslok. Verðhugmyndin er svipuð og síðast. Þá hætti R-listinn við að selja vegna ósamstöðu. Akureyrarbær og borgin standa ekki saman að v

Innlent
Fréttamynd

Skútu hvolfdi við Geldingarnes

Tveimur mönnum var bjargað á giftusamlegan hátt eftir að bát þeirra hvolfdi við Geldingarnes nú skömmu fyrir fréttir. Mennirnir voru kaldir og þjakaðir.

Innlent
Fréttamynd

Ráðning í starf skrifstofustjóra umdeild

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Reykjavíkur hafa lagt fram fyrirspurn vegna ráðningar í starfs skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar og spyrja hvort tími pólitískra ráðninga sé runninn upp hjá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Dick Cheney stefnt

Fyrrverandi leynifulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar, Valerie Plame, hefur nú stefnt Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, fyrir að leka nafni hennar í fjölmiðla og reyna þar með að spilla starfsframa hennar.

Erlent
Fréttamynd

Gegn því að starf jafnréttisráðgjafa verði lagt niður

Stjórnarandstaðan í borgarstjórn greiddi atkvæði gegn því að starf jafnréttisráðgjafa væri lagt niður hjá Reykjavíkurborg í borgarráði í dag. Borgarstjóri lagði fram tillögu þess efnis í kjölfar þess að Hildur Jónsdóttir sem verið hefur jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar við góðan orðstír sagði starfi sínu lausu.

Innlent
Fréttamynd

5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi

Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vill varaformennsku

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að sækjast eftir áframhaldandi varaformennsku í Framsóknarflokknum. Hann segist vera að hvetja til sátta með því að fara fram á að halda núverandi stöðu sinni. Hann segir að nái hann ekki kjöri sé það reisupassi hans úr stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

300 ábendingar í fegrunarátaki í Breiðholti

Breiðhyltingar tóku vel kalli borgarstjóra vegna samráðs um fegrun Breiðholts því þeir fylltu hátíðarsal Breiðholtsskóla í gærkvöldi og komu með um 300 ábendingar um hvað mætti betur fara. Fundurinn var undanfari umhverfis- og fegrunarátaks í Breiðholti laugardaginn 22. júlí. Um það bil 200 fundargestir virtust ánægðir með framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar í Beirút

Samkvæmt heimildum NFS er Atlanta flugfélagið með flugvél og mannskap á alþjóðaflugvellinum í Beirút, þar sem ísraelskar herþotur vörpuðu sprengjum í morgun. Allir eru heilir á húfi og flugvélin óskemmd hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Framtíðarsamningur við UNICEF undirritaður

Á morgun klukkan 14:10 mun framkvæmdarstjóri UNICEF, Ann M Veneman skrifa undir framtíðarsamning við UNICEF á Íslandi. Undirritun samningsins markar tímamót í starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Verð á fiskimörkuðum

Framboð á þorski og ýsu minnkaði á öllum mörkuðum í gær. Verð á þorski lækkaði á öllum mörkuðum en ýsan hækkað. Framboð á ufsa minnkaði á Íslandi og lækkaði verð almennt nema á Íslandi þar sem verð á ufsa hækkaði lítillega. Framboð á karfa hefur aukist á öllum mörkuðum og verð hækkað nema á Íslandi þar sem karfaverð hefur lækkað.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi lægra en í júní í fyrra

Atvinnuleysi á Íslandi í sumar virðist stefna í það að vera þónokkuð minna en í fyrra. Rúmlega 2.000 manns voru að meðaltali án atvinnu í júní eða 1,3% en á sama tíma í fyrra var 2% atvinnuleysi.

Innlent
Fréttamynd

2000 nemendur Vinnuskólans gengu fylktu liði

Yfir tvö þúsund nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur gengu sem leið lá frá Örfirisey út í Nauthólsvík í morgun í tilefni þess að í dag fer fram miðsumarsmót vinnuskólans. Ætlunin var m.a. að koma við í Ráðhúsinu þar sem heilsa átti upp á borgarstjórann í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson.

Innlent
Fréttamynd

Afgreiðslustúlka ólöglega vöktuð

Afgreiðslustúlku á veitingastað í Reykjavík var sagt upp störfum þegar upp komst um laumureykingar hennar, afskiptaleysi af áfengisneyslu vinkvenna sinna og ítrekað hnupl, með falinni myndavél inn á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Getur átt von á dauðarefsingu

Réttarhöld hófust í gær yfir unga manninum sem ákærður er fyrir að hafa myrt hina tvítugu Ashley Turner á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Hann gæti átt yfir höfði sér dauðarefsingu verði hann fundinn sekur.

Innlent
Fréttamynd

Ljósleiðari hjá Og Vodafone í sundur

Mikilvægur ljósleiðari hjá Og Vodafone rofnaði um níuleytið í morgun og veldur það truflunum á fjarskiptakerfi fyrirtækisins. Geta notendur fastlínu, GSM og ADSL þar af leiðandi búist við miklum truflunum á meðan þjónustan er flutt eftir megni á varaleiðir. Ekki er vitað hvenær viðgerðum lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar bensínstöð

Atlantsolía ætlar í dag klukkan tvö að opna nýja bensínstöð á lóð FH við Kaplakrika. Í tilefni af opnuninni verður, tímabundið hægt að næla sér þar í ódýrasta bensín landsins.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum

Næstkomandi föstudag verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Glaðheimum í Kópavogi. Vel á fjórða hundrað skráninga eru komnar í hús og munu nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar, fyrri ára, freista þess að verja titla sína.

Innlent
Fréttamynd

Umhverfis- og fegrunarátak

"Taktu upp hanskann fyrir Reykjavík" er yfirskrift nýs umhverfisátaks Reykjarvíkurborgar. Átakið hefst í Breiðholti og borgarstjóri kynnti það fyrir Breiðhyltingum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaakstur

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna ofsaaksturs í nótt. Annar mældist á 150 kílómetra harða í Ártúnsbrekkunni og hinn á 160 kílómetra hraða á Reykjanesbraut.

Innlent