Innlent

Fréttamynd

Færð á vegum

Góð færð er á öllu landinu en hvasst á köflum einkum á Fróðarheiði og sterkar vindhviður undir Hafnarfjalli. Vegaframkvæmdir eru á Þingvallavegi frá Kjósarskarðsvegi að Skálabrekku og á Laxárdalsheiði í Sagafirði. Framkvæmdir í Svínadal í Dölum ganga vel og er komið 6 km. að ný lögðu slitlagi þar. Framkvæmdir eru víða á vegum landsins og mikilvægt að ökumenn taki tillit til þess.

Innlent
Fréttamynd

SPRON styrkir ÍR

SPRON og körfuknattleiksdeild ÍR hafa undirritað starfssamning. Samkvæmt samningnum mun SPRON vera aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu þrjú árin og nær samstarfið allt frá meistaraflokkum félagsins til æskulýðsstarfs.

Innlent
Fréttamynd

Heimahjúkrun verði efld

Heilbrigðisráðherra kynnti áherslur sínar í öldrunar­málum í gær. Hún segir brýnast að efla þjónustu við aldraða í heimahúsum og verkaskipting öldrunarþjónustu sveitarfélaga og ríkis þurfi að vera skýrari.

Innlent
Fréttamynd

Stressið kom upp um Litháann

Kreditkortafærslur, staðsetning símtækja og úthringiupplýsingar auk augnskanna í líkamsræktarstöðinni World Class komu lögreglunni á spor Litháans, sem búsettur er hér á landi, og er ásamt öðrum ákærður fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Það var í kjölfar þess að landi hans var tekinn með tvær flöskur af fljótandi am-fetamíni í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Óhapp í Öxnadal

Tveir sluppu ómeiddir en einn handleggsbrotnaði, þegar fólksbíll hafnaði utan vegar í Öxnadal í nótt. Talið er að ökumaður hafi sofnað undri stýri. Hinn slasaði var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri þar sem búið var um beinbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Huglæg áhrif komin fram

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að sú litla vísitöluhækkun sem varð á miðvikudaginn gefi vísbendingar um að verðbólgubreytingarnar á næstunni geti farið að réna þannig að verðbólgan gangi tiltölulega hratt niður eftir að toppnum er náð.

Innlent
Fréttamynd

Fresta verkefnum upp á 656 milljónir

Lagningu þjóðbrautar, sameiningu bæjarskrifstofa og framkvæmdum við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð í Reykjanesbæ verður frestað um átta mánuði. Með þessu leggur bærinn sitt af mörkum til að stemma stigu við efnahagsþenslunni.

Innlent
Fréttamynd

Kringum landið með kyndilinn

Alþjóðlega vináttuhlaupið hófst á Íslandi í gær, en hlaupið er alþjóðlegt boðhlaup þar sem kyndill er borinn á milli hundrað landa af hátt í milljón manns. Hlaupið hófst í Portúgal 2. mars síðastliðinn, en boðskapurinn er að efla vináttu, skilning og umburðarlyndi.

Innlent
Fréttamynd

Ráðstöfun Símapeninga óbreytt að sinni

Til umræðu er hjá stjórnarflokkunum að breyta lögum um ráðstöfun Símapeninganna og setja þá í gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Forsætisráðherra segir að þetta kalli á sjálfstæða ákvörðun og hún sé ekki tímabær núna.

Innlent
Fréttamynd

Norrænu seinkar enn

Ferjunni Norrænu, sem seinkaði verulega eftir að hafa siglt á bryggjukant í Þórshöfn í Færeyjum í fyrrakvöld, seinkaði líka á loka kaflanum til Seyðisfjarðar, þar sem skipið hreppti illviðri á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Afar stolt af hlut kvenna

Steinunn Stefánsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins. Steinunn hefur verið blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Fréttablaðinu frá stofnun þess 1. apríl árið 2001. Mér þykir afar vænt um Fréttablaðið og hlakka mikið til að takast á við ný verkefni, segir Steinunn.

Innlent
Fréttamynd

Viðvörun til Íslendinga

Vegna ástandsins sem skapast hefur í Ísrael, Líbanon og á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna áréttar utanríkisráðuneytið mikilvægi þess að þeir Íslendingar sem þurfa að ferðast til þessara svæða á næstunni sýni fyllstu aðgát, fylgist með þróun mála og láti vita af ferðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að ekki standi á fjárveitingum

Undanfarin ár hafa Fangelsismálastofnun og dómsmálaráðuneytið unnið að framkvæmdaáætlun fyrir nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að muni rísa á Hólmsheiði skammt frá Geithálsi árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

35 prósent með risvandamál

Um 35 prósent karlmanna á aldrinum 45-75 ára hafa ristruflun á einhverju stigi, samkvæmt rannsókn Guðmundar Geirssonar, Gests Guðmundssonar, Guðmundar Vikars Einarssonar og Óttars Guðmundssonar. Hlutfall risvandamála hérlendis er sambærilegt við önnur lönd.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað af seglbáti

Karlmanni og 12 ára dreng var bjargað úr sjávarháska á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að litlum seglbáti, sem þeir voru á, hvolfdi við Geldinganes í mikilli vindhviðu.

Innlent
Fréttamynd

Aðrir verða líka að spara

Bæjaryfirvöld í Kópavogi eru reiðubúin að skera niður verklegar framkvæmdir að því gefnu að önnur sveitarfélög taki tillit til óska ríkisstjórnarinnar um aðgerðir gegn þenslu og að ríkisvaldið útfæri tillögur um frestun eigin framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Greitt fyrir starfsþjálfun

Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins í nefnd um starfsnám segir stærsta atriðið sem fram kemur í skýrslu nefndarinnar lúta að aðkomu atvinnulífsins að mótun starfsnáms og greiðslum fyrir starfsþjálfun.

Innlent
Fréttamynd

Samdráttur í útlánum

Íbúðarlánasjóðs hafa dregist saman um fjórðung á síðustu tveimur árum, eða frá því að bankar hófu að veita lán til íbúðakaupa. Miðast þetta við fyrstu tvo ársfjórðungana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs í júní 2006.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan enn í öndunarvél

Slys Stúlkan sem lenti í bílslysi ásamt fjórum öðrum, við Varmahlíð í Skagafirði í byrjun mánaðarins, er enn í gjörgæslu. Þar er henni haldið sofandi í öndunarvél en hún er mikið slösuð. Að sögn læknis á gjörgæsludeildinni er líðan hennar eftir atvikum. Ástand hennar er alvarlegt en stöðugt.

Innlent
Fréttamynd

Höfðust við á kili seglbátsins

Litlum Seglbát hvolfdi úti fyrir Geldinganesi með tvo menn innanborðs í gærkvöldi. Annar var strákur um 12 ára aldur og hinn fullorðinn maður. Mennirnir sluppu ómeiddir.

Innlent
Fréttamynd

Skúta strandar við Akurey

Skúta strandaði við Akurey um hádegisbilið í gær. Stýri skútunnar, sem er frönsk, brotnaði þegar hún tók niðri við eyjuna og var björgunarbátur björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík sendur á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Norræna rakst á bryggju

Færeysku farþegaferjunni Norrænu, sem koma átti til Seyðisfjarðar í gærmorgun, seinkaði vegna skemmda sem skipið varð fyrir í Þórshöfn á miðvikudagskvöldið.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og setti á nýtt númer

Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir bílastuld og skjalafals en ákæra á hendur honum var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Verktaki skaðabótaskyldur

Öflugur ljósleiðari hjá Ogvodafone var grafinn í sundur við framkvæmdir hjá Kalkofnsvegi við Seðlabanka Íslands í gærmorgun. Kostnaður við viðgerð á ljósleiðaranum gæti numið nokkrum milljónum íslenskra króna. Í flestum tilfellum er verktaki sem veldur biluninni skaðabótaskyldur.

Innlent
Fréttamynd

Níu ákærðir fyrir utanvegaakstur

Níu karlmenn á aldrinum 15 til 41 árs hafa verið ákærðir fyrir utanvegaakstur á Suðurlandi í byrjun júní. Ákærurnar voru þingfestar í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Innlent