Innlent

Fréttamynd

Gengi bréfa Eimskips féll um 30 prósent

Gengi hlutabréfa Eimskipafélagsins féll um 30 prósent í dag í afar litlum viðskiptum. Þá féll gengi bréfa Bakkavara um 5,56 prósent og Atlantic Petroleum um 2,91 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,85 prósent, færeyska flugfélagsins Atlantic Airways um 1,8 prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,89 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svíar sækja í sjóði evrópska seðlabankans

Sænski seðlabankinn fær á næstunni þriggja milljarða evra lán frá evrópska seðlabankanum til að koma í veg fyrir að fjármálakreppan grafi sig of djúpt í gjaldeyrisforða bankans. Þetta jafngildir tæpum 539 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum

"Svona safn á náttúrulega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur," segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til ársávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikilvægast að hlúa að litlu fyrirtækjunum

„Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyrirtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækjum muni fjölga mjög á næstunni,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Viðskipti innlent