Erlent

Fréttamynd

Engin vettlingatök

Tveir bræður sem handteknir voru í áhlaupi Lundúnalögreglunnar á dögunum vegna gruns um að þeir hygðu á hermdarverk lýstu í dag reynslu sinni. Þeir segjast hafa sætt fádæma fautaskap og haldið að þeirra síðasta stund væri runnin upp.

Erlent
Fréttamynd

Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs.

Erlent
Fréttamynd

Barist um þýskan lyfjarisa

Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck er komið í stöðu til að koma í veg fyrir yfirtökuáform þýska lyfjarisans Bayer á lyfjafyrirtækinu Schering. Merck keypti óvænt rúm 18 prósent í Schering rétt fyrir lokun markaða á föstudag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

9 létust og 20 særðust í loftárás á Gaza

Níu létust, þar á meðal tvö börn, og tuttugu særðust í loftárás Ísraelshers á Gazaströndina í morgun. Ísraelsk stjórnvöld lýstu því yfir eftir árásina að henni hefði verið beint að bifreið sem notuð væri til eldflaugaárása á skotmörk hinum megin landamæranna.

Erlent
Fréttamynd

Mikil lækkun hlutabréfa í Japan

Gengi hlutabréfa lækkaði mikið í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,14 prósent. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár. Ástæða lækkunarinnar er ótti fjárfesta í Bandaríkjunum og Japan við hugsanlega hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Aðildarviðræður við Tyrki hafnar

Evrópusambandið hóf formlega fyrsta hluta aðildarviðræðna við Tyrkland í gær. Þetta er gert þrátt fyrir tilraunir ráðamanna á Kýpur til að reyna að koma í veg fyrir þær. Í gær var rætt um vísindi og rannsóknir og tókst að ljúka samningum um það svið. Enn standa þó eftir samningar um þrjátíu og fjögur svið.

Erlent
Fréttamynd

Sporvagnaslys í Japan

Á þriðja tug manna slasaðist þegar tveir sporvagnar rákust saman í Tokyo í morgun. Enginn er þó talinn alvarlega slasaður en nokkur fjöldi manna var um borð í vögnunum þegar þeir rákust saman. Ekki er vitað á þessari stundu hvað olli slysinu en vagnarnir eru nokkuð skemmdir. Slysið varð í norðurhluta Tokyo. Lestarslys hafa verið fátíð í Japan enda mikil áhersla lögð á öryggismál á þessu sviði. Á síðasta ári léstust hins vegar rúmlega hundrað manns þegar lest fór út af teinunum og lenti á íbúðarhúsi.

Erlent
Fréttamynd

Flytja átti einn fangann

Bandaríkjaher hafði ákveðið að flytja til annars lands einn fanganna þriggja sem frömdu sjálfsvíg í Guantanamo-fangabúðunum á laugardag. Fanganum, sem var frá Sádi-Arabíu, hafði ekki verið tilkynnt um ákvörðunina. Þetta kom fram í upplýsingum sem talsmenn hersins gáfu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Þaulsætnasti þjóðhöfðinginn

Kóngafólk og aðalsmenn hvaðanæva úr heiminum flykktust í Konungshöllina í Taílandi í gær til að minnast sextíu ára krýningarafmælis hins 78 ára gamla konugs, Bhumibol Adulyadejs, en enginn núlifandi þjóðhöfðingi hefur setið honum lengur á valdastóli. Hundruð manna söfnuðust saman við höllina og hlýddu á þegar þjóðsöngurinn var fluttur fyrir konungshjónin.

Erlent
Fréttamynd

Áfram rætt um saming

Þingmenn Hamas samþykktu í gær að halda áfram viðræðum við forseta Palestínu um Fangaskjalið. Forsætisráðherra Ísraels er í Bretlandi í leit að stuðningi í friðarumleitunum milli Ísraels og Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Flóðin menga vatnsbólin

Flóð af völdum mikilla rigninga mengaði vatnsból borgarinnar Miskolc, sem er um 160 kílómetra norðaustur af Búdapest, í síðustu viku. Tólf hundruð íbúar borgarinnar þjáðust greinilega af bakteríusýkingu, sem lýsti sér með niðurgangi, uppköstum og þreytu og enn eru um áttatíu þeirra á sjúkrahúsi. Unnið er að hreinsun vatnsins í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Samið eftir málamiðlun

Viðræður um fyrsta af 35 efnisköflum aðildar­samninga Tyrkja við Evrópusambandið hófust loks í gær, eftir að leysa tókst deilu sem stefndi í að valda því að ekkert yrði úr þessum áfanga í bili.

Erlent
Fréttamynd

Nýr leiðtogi vígamanna

Hryðjuverkaöfl í Írak eru talin hafa fundið arftaka Abu Musab Al-Zarqawis, sem drepinn var í loftárás af íraska hernum á dögunum. Sá heitir Abu Hamza al-Muhajer, en hann hefur ekki verið sýnilegur í sögu samtakanna áður og virðist ekki vera eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum.

Erlent
Fréttamynd

Bjartsýni á samninga

Ráðherrar Evrópusambandsins segjast bjartsýnir á jákvæð viðbrögð Írana við sáttatilboði stórveldanna og að lausn sé þannig í sjónmáli í kjarnorkudeilunni.

Erlent
Fréttamynd

Gengur ekki að skipa stjórn

Flokkur Viktors Júsjenkó, forseta Úkraínu, sleit í gær viðræðum við Sósíalistaflokkinn um myndun ríkisstjórnar, en þær höfðu varað í ellefu vikur. Flokkur forsetans, Okkar Úkraína, krafðist þess að skipa mann úr sínum röðum sem forseta þingsins, en það gátu sósíalistarnir ekki gefið eftir. Formaður þeirra, Oleksandr Moroz, krafðist þess að Júsjenkó gripi inn í viðræðurnar.

Erlent
Fréttamynd

Meira fé eytt í heri

Fjárútlát vegna herja heims jukust um 3,4 prósent milli áranna 2004 og 2005, að því er fram kemur í árlegri skýrslu sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar, SIPRI, sem birt var í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára stúlka missti sex fjölskyldumeðlimi

Houda Ghalia, tíu ára stúlka, missti föður sinn og fimm systkini í árásum Ísraela á Gazastrendur á föstudaginn. Fjölskylda Houdu hafði farið í lautarferð á ströndina til að fagna því að börnin höfðu lokið prófum. Þegar viðvörunarflautur Ísraelshers hljómuðu pakkaði fjölskyldan saman og þau voru að bíða eftir leigubíl þegar sprengjan lenti hjá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Segir al-Zarqawi hafi látist af innvortis meiðslum

Bandaríska herstjórnin segir að al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi hafi dáið af innvortis meiðslum, fimmtíu og tveimur mínútum eftir að sprengju var varpað á hús sem hann var staddur í. Bandaríkjamenn harðneita að hann hafi verið barinn til bana.

Erlent
Fréttamynd

Mestu flóð í Kína í 30 ár

Nærri hundrað hafa látist í miklum flóðum í Kína undanfarna tíu daga. Úrhellisrigning undanfarið hefur valdið mestu flóðum sem orðið hafa í landinu í heil þrjátíu ár.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar Flórída varaðir við aftakaveðri

Íbúar Flórída hafa verið varaðir við úrhellisrigningu og aftakaveðri á morgun þegar hitabeltisstormurinn Alberto gæti náð þar landi. Alberto er fyrsti hitabeltisstormur ársins og stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Flórída.

Erlent
Fréttamynd

Snarpur jarðskjálfti í Japan

Fimm slösuðust í snörpum jarðskjálfta upp á 6,2 á Richter í suðurhluta Japans í morgun. Skjálftans varð vart á mjög stóru svæði í suður- og vesturhluta landsins en ekki varð verulegt eignatjón og engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.

Erlent
Fréttamynd

Arcelor tók ekki tilboði Mittal Steel

Stjórn stálframleiðandans Arcelor hefur ákveðið einróma að taka ekki yfirtökutilboði breska stálfyrirtækisins Mittal Steel í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 22 milljarða evrur, jafnvirði rúmra 2.000 milljarða íslenskra króna. Að sögn stjórnarinnar var tilboð Mittal Steel vanmat á Arcelor.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Írönum ekki vel tekið

Meira en þúsund þýskir gyðingar mótmæltu kröftuglega á götum Nurnberg í dag, þar sem Íranar spiluðu fyrsta leik sinn á HM. Lögreglan í Frankfurt þurfti að loka nokkrum hverfum í borginni vegna óláta eftir leik Englendinga og Paragvæ í gær.

Erlent
Fréttamynd

Hengdu sig í Guantanamo

Þrír fangar hengdu sig í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu um helgina. Hernaðaraðgerð gegn Bandaríkjunum, segir yfirmaður fangelsisins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsti hitabeltisstormur ársins.

Yfirvöld á Kúbu og Flórída í Bandaríkjunum hafa gefið út viðvörun vegna fyrsta hitabeltisstorms ársins. Hitabeltisstormurinn Albert stefnir nú óðfluga í átt að Kúbu og Cayman-eyjum, þar sem hefur hellirignt í dag, og óttast er að aurskriður kunni að fylgja.

Erlent
Fréttamynd

Hóta stórfelldum árásum í Írak

Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag.

Erlent
Fréttamynd

Tilboðið gallað en þó gott

Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin, sagði í morgun að margt væri gallað við tilboð stórveldanna sex um lausn deilunnar en einnig margt sem Íranar gætu sætt sig við.

Erlent