Erlendar

Fréttamynd

NFL á Wembley til 2016

Forráðamenn NFL-deildarinnar eru hæstánægðir með hversu mikla athygli leikirnir í London á síðustu árum hafa fengið. Nú hefur deildin staðfest að spilaður verði deildarleikur á Englandi til ársins 2016 hið minnsta.

Sport
Fréttamynd

Griffin og Solo nakin á myndum í tímariti ESPN

Íþróttafólk úr ýmsum greinum leikur aðalhlutverkið í þriðju útgáfu íþróttatímaritsins ESPN "Body Issue“ sem að venju vekur mikla athygli. Ástæðan er einföld. Íþróttafólkið er nakið á myndunum sem birtar eru í tímaritinu en fyrirsæturnar eru rúmlega 20.

Sport
Fréttamynd

Besta byrjun Lions síðan 1956

Ótrúlegt gengi Detroit Lions í NFL-deildinni hélt áfram í nótt. Liðið vann þá sinn fimmta leik í röð og komst í 5-0 í fyrsta skipti síðan 1956. Lions lagði nágranna sína í Chicago Bears í nótt, 24-13.

Sport
Fréttamynd

Sebastian Vettel heimsmeistari

Sebastian Vettel tryggði sér í morgun heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1 annað árið í röð. Vettel verður þar með yngsti tvöfaldi heimsmeistari frá upphafi formúlunnar, en hann er aðeins 24 ára og 98 daga gamall. Titilinn tryggði hann sér í nótt á japönsku kappakstursbrautinni í Suzuka. Þar endaði Vettel þriðji, á eftir Jenson Button og Fernando Alonso. Það dugði honum þó til þess að tryggja sér titilinn.Félagi Vettels, Mark Webber, endaði fjórði í morgun. Þeir aka fyrir lið Red Bull, og með stigunum í morgun virðast Red Bull vera að tryggja sér titil bílasmiða annað árið í röð.

Formúla 1
Fréttamynd

Merritt keppir á ÓL í London þrátt fyrir skrautlegt lyfjamál

Bandaríski hlauparinn LaShawn Merritt getur mætt í titilvörnina í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í London á næsta ári þrátt fyrir að hann hafi fallið á lyfjaprófi í apríl 2010. Í kjölfarið fékk hann tveggja ára keppnisbann og átti þar með einnig að fá sjálfkrafa keppnisbann á næstu ólympíuleikum. Meritt og bandaríska ólympíunefndin áfrýjuðu þeirri reglu til gerðardóms sem úrskurðaði Meritt í hag.

Sport
Fréttamynd

Fjórða tap Colts í röð

Fjarvera Payton Manning hefur greinilega mikil áhrif á lið Indianapolis Colts en liðið hefur nú tapað öllum fjórum leikjum sínum í upphafi NFL-leiktíðarinnar. Colts tapaði í gær fyrir Tampa Bay Buccaneers, 24-17, eftir að hafa verið yfir lengst af í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Vantar 2.500 starfsmenn á Super Bowl

Það er mikið atvinnuleysi í Bandaríkjunum en það er verður ekki mikið atvinnuleysi í Indianapolis í kringum Super Bowl-leikinn. Borgaryfirvöld hafa nefnilega auglýst eftir 2.500 starfsmönnum til starfa á leiknum og í aðdraganda hans.

Sport
Fréttamynd

Eiginkona Romo skipaði honum að spila

Þrátt fyrir að vera með brákað rifbein og gat á lunga þá spilaði Tony Romo með Dallas Cowboys gegn Washington Redskins í mánudagsleik NFL-deildarinnar. Eiginkonan hans skipaði honum að spila.

Sport
Fréttamynd

Vick meiddist illa á hendi um helgina

Það á ekki af Michael Vick, leikstjórnanda Philadelphia Eagles, að ganga. Fyrir viku síðan fékk hann heilahristing og um helgina meiddist hann illa á hendi í tapi gegn NY Giants.

Sport
Fréttamynd

Paula Radcliffe búin að missa heimsmetið sitt í maraþonhlaupi

Breski langhlauparinn Paula Radcliffe á ekki lengur heimsmetið í maraþoni kvenna og hún skilur eiginlega ekki sjálf af hverju. Radcliffe hljóp London-maraþonið árið 2003 á 2 klukkutímum, 15 mínútumog 25 sekúndum og það hefur engin kona hlaupið maraþonhlaup á betri tíma.

Sport
Fréttamynd

Lék með brákað rifbein og gat á lunga

Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er hálfgerð pissudúkka í augum margra. Hann hefur verið mjög upptekinn af því að lifa ljúfa lífinu og vera í fjölmiðlum en minna gert af því að vinna alvöru leiki sem er víst hans aðalstarf.

Sport
Fréttamynd

Stefán og Hafþór báðir í úrslit í keppninni um sterkasta mann heims

Stefán Sölvi Pétursson og Hafþór Júlíus Björnsson tryggðu sér í gær sæti í 10 manna úrslitum í keppninni um sterkasta mann heims sem fram fer í Bandaríkjunum. Þeir enduðu báðir í öðru sæti í sínum riðlii en alls var 30 keppendum boðið að taka þátt. Keppnisgreinarnar eru alls sex en mótið fer fram í Norður-Karólínu.

Sport
Fréttamynd

Bolt og Blake fóru á kostum

Heimsmeistararnir nýkrýndu - Usain Bolt og Yohan Blake - voru stjörnur kvöldsins á Demantamótaröðinni í kvöld en keppt var í Brussel. Þeir mættust reyndar ekki að þessu sinni. Bolt hljóp 100 metra en Blake 200 þar sem hann náði ótrúlegum tíma.

Sport