Sport

Gebrselassie vill að maraþonið á ÓL í London byrji fyrr um morguninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haile Gebrselassie býr sig undir að hefja Berlínar-maraþonið um síðustu helgi.
Haile Gebrselassie býr sig undir að hefja Berlínar-maraþonið um síðustu helgi. Mynd/AP
Haile Gebrselassie, enn sigursælasti langhlaupari allra tíma, er að berjast fyrir því að maraþonhlaupið á Ólympíuleikunum í London byrji fyrr um morguninn en áætlað er en þetta verður sögulegt hlaup í íslenskri íþróttasögu.

Maraþonið á nú að hefjast klukkan ellefu en Gebrselassie segir að allir hlaupararnir séu vanir því að byrja snemma og það hafi truflandi áhrif á hefðbundinn undirbúning hlauparanna. Gebrselassie vill að hlaupið hefjist klukkan níu.

Kári Steinn Karlsson tryggði sér þátttökurétt í hlaupinu í Berlínarmaraþoninu um síðustu helgi og verður næsta sumar fyrsti Íslendingurinn sem keppir í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum.

Kári Steinn setti Íslandsmet í Berlín en hann hljóp þá á maraþonið á 2 klukkutímum, 17 mínútum og 12 sekúndum.

Gebrselassie tók þátt í Berlínarmaraþoninu um síðustu helgi en náði ekki að klára. Eþíópíumaðurinn hafi unnið Berlínarhlaupið fjögur ár í röð frá 2006 til 2009 en hann er nú orðinn 38 ára gamall.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×