Miðflokkurinn

Fréttamynd

Boðað til Báramótabrennu

Bára Halldórsdóttir ætlar að eyða Klaustursupptökunum svonefndu með viðhöfn á Gauknum annað kvöld. Það er Margrét Erla Maack sem boðar til viðburðarins og segist munu fá að leika brennuna og vítisloga eyðileggingar.

Innlent
Fréttamynd

Yrði forvitnilegt að yfirheyra Miðflokksmenn

Upptaka Báru Halldórsdóttur af samtali þingmannanna á Klaustur bar var ólögleg að mati persónuverndar. Lögmaður Báru telur líklegt að þingmennirnir höfði skaðabótamál með niðurstöðuna að vopni.

Innlent
Fréttamynd

Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál

Báru Halldórsdóttur hefur verið gert að eyða upptökum af samtölum þingmannanna á Klausturbar og ætlar hún að verða við því að sögn lögmanns. Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í gær að upptakan hafi verið ólögmæt. Sérfræðingur í persónurétti segir að Miðflokksmenn geti höfðað skaðabótamál á grundvelli upptökunnar.

Innlent
Fréttamynd

Saka fulltrúa Miðflokks um brask á bæjarstjórnarfundi

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru sakaðir um lygar og ósannindi í bæjarstjórn Árborgar. Sökuðu þeir bæjarfulltrúa um lóðabrask. Meirihlutinn vill skoða hvort ummælin stangist á við siðareglur kjörinna fulltrúa. Siðareglur segja til um að bæjarfulltrúar skuli sýna störfum annarra virðingu.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.

Innlent