Franski boltinn

Fréttamynd

Mbappé yfir­gefur PSG í sumar

Franski framherjin Kylian Mbappé hefur tjáð forráðamönnum Paris Saint-Germain að hann muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar skaut Lil­le á­fram í bikarnum

Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Matić hættur að mæta á æfingar

Nemanja Matic hefur ekki látið sjá sig á æfingum hjá Stade Rennais undanfarna daga. Ósætti leikmannsins vegna brotinna loforða félagsins eru talin ástæðan, félagið sagði hegðun hans algjörlega óásættanlega og fundað verður um framtíð hans á næstu dögum. Lyon er talinn líklegasti áfangastaður ef hann færir sig um set. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon átti þátt í fjórum af tólf mörkum Lille

Franska úrvalsdeildarliðið Lille vann öruggan 12-0 sigur á Golden Lion FC í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille, skoraði tvö og lagði önnur tvö mörk upp.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu leik­menn PSG kláruðu Le Havre

Frakklandsmeistarar PSG unnu sterkan 0-2 sigur er liðið heimsótti Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá París þurftu þó að leika stærstan hluta leiksins manni færri.

Fótbolti
Fréttamynd

Men­dy stefnir Man City

Benjamin Mendy, leikmaður Lorient í Frakklandi, ætlar í mál við fyrrum vinnuveitanda sinn, Manchester City. eftir að félagið hætti að borga honum laun eftir að leikmaðurinn var kærður fyrir fjölda nauðgana árið 2021. Mendy var sýknaður í öllum ákæruliðum fyrr á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja að leikurinn fari fram á hlut­lausum velli

Lyon hefur harðlega mótmælt og mun áfrýja ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að leyfa Marseille að njóta stuðnings aðdénda sinna þegar liðin mætast í frestuðum leik á Velodrome leikvanginum þann 6. desember. 

Fótbolti