Umferðaröryggi

Fréttamynd

Vinstri beygju bjargað fyrir horn

Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri beygjan við Eiðs­granda aldrei í hættu

Vinstri beygjan af Hringbraut á Eiðsgranda við JL-húsið er ekki í hættu líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram. Beygjan sem lagt er til að hverfi er úr porti nokkrum metrum frá hringtorginu. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um breytt gatna­mót við JL-húsið

Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Senn líður að jólum

Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér.

Skoðun
Fréttamynd

„Mest þakk­látur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“

Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum.

Innlent
Fréttamynd

Segir sveitar­fé­lög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupa­hjóla

Hjól­reiða­að­gerðar­sinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjól­reiða­stígum höfuð­borgar­svæðisins vera orðin eitt helsta vanda­málið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá mögu­leika til betr­um­bóta.

Innlent
Fréttamynd

Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun

Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun.

Innlent
Fréttamynd

Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum

Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það eina sem hélt mér fastri var bíl­beltið“

„Ég horfi öðrum augum á lífið eftir þetta allt. Það er ótrúlegt að það þurfi ekki nema bara eitt augnablik og þá breytist lífið alveg. Allt í einu var mér bara kippt úr úr lífinu eins og ég þekkti það,“ segir hin tvítuga Þórhildur Björg Þorsteinsdóttir en hún lenti í alvarlegri bílveltu á Krýsuvíkurvegi fyrir tæpu ári og hefur síðan þá gengið í gegnum erfitt bataferli.

Innlent
Fréttamynd

Hvað telst vera eðlileg leið heim úr vinnu?

Hæstiréttur ákvað í fyrradag að skokkari sem lenti í slysi á leið heim úr vinnu eigi rétt á bótum eins og um vinnuslys hafi verið að ræða þar sem leiðin milli vinnustaðar og heimilis taldist eðlileg, þrátt fyrir að ekki hafi verið um stystu leið að ræða. En hvað telst eðlileg leið? 

Innlent
Fréttamynd

„Við lítum þetta mál grafalvarlegum augum“

Fram­kvæmda­stjóri rútu­fyrir­tækisins SBA - Norðurleið segir eftir­lit með því hverjir mega aka rútum hér á landi ekki vera á­bóta­vant. Hann segir mál rútu­bíl­stjóra sem ók rútu á þann hátt um helgina að far­þegar þurftu á­falla­hjálp hafa verið af­greitt. Fram­kvæmda­stjóri Ferða­fé­lags Ís­lands segir mikil­vægt að lær­dómur sé dreginn af málinu, það sé litið alvarlegum augum, þó ferða­fé­lagið sjálft beri ekki á­byrgð á akstrinum.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk var farið að öskra“

Að­standandi far­þega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Land­manna­lauga og Reykja­víkur með far­þega frá Ferða­fé­lagi Ís­lands, vill að stjórn­völd skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Far­þegar hafi verið í á­falli vegna slæms aksturs­lags rútu­bíl­stjórans. Hann segir far­þegum hafa verið boðin á­falla­hjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Á raf­hlaupa­hjóli á níu­tíu á Sæ­braut

Upptaka úr bílamyndavél leigubíls sýnir mann aka rafhlaupahjóli ógnarhratt á göngustíg meðfram Sæbraut í Reykjavík. Leigubílstjórinn ók meðfram manninum á rúmlega níutíu kílómetra hraða á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg

Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur.

Innlent
Fréttamynd

Sá þriðji hékk á skafti raf­hlaupa­hjólsins

Krakkar á raf­hlaupa­hjóli frá Hopp á horni Hofs­valla­götu og Hring­brautar í vestur­bæ Reykja­víkur vöktu mikla at­hygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Fram­kvæmda­stjóri Hopp hvetur for­eldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir manni sem keyrði á kú og stakk af

Lögreglan á Akureyri lýsir eftir ökumanni sem keyrði á kú í Hörgárdal við Jónasarlund á Þjóðvegi 1 rétt eftir klukkan hálf fjögur í dag. Bíll ökumannsins var hvítur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi og vel­líðan í upp­hafi skóla­árs

Nú að loknum sumarleyfum eru skólarnir byrjaðir og umferðin tekin að þyngjast. Velferð og vellíðan yngstu vegfarendanna sem nú eru að hefja skólagöngu er forgangsmál. Tryggjum að börnin komist örugg í skólann en setjum líka í forgang að auka vellíðan þeirra á skólatíma og fræðum um skaðsemi eineltis.

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa

Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­standið ekki nógu gott við grunn­skóla

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu segir ó­hætt að segja að á­stand um­ferðar við grunn­skóla sé ekki nógu gott. Þetta kemur fram í til­kynningu þar sem lög­reglan segist vera við um­ferðar­eftir­lit þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

„Kross­brá“ þegar krafa Isavia barst í sumar

Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík.

Innlent