Samfylkingin

Fréttamynd

Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Fór hörðum orðum um ríkisstjórnina

Samfylkingin mun gegna lykilhlutverki við að reyna að fella ríkisstjórnina í næstu kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann segir loftslagsmálin í lamasessi og menntamálin í afturför undir stjórn núverandi ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki mælst minna síðan í hruninu

Samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup nýtur Sjálfstæðisflokkurinn 21,6 prósenta fylgis. Í nóvember 2008, eða í efnahagshruninu, var fylgi flokksins 20,6 prósent. Viðreisn bætir við sig tveimur prósentustigum á meðan fylgi annarra flokka helst svo til óbreytt.

Innlent
Fréttamynd

Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt.

Innlent
Fréttamynd

Nefndin mun ekkert aðhafast

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekkst við því að hafa áreitt konu kynferðislega.

Innlent