NBA

Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Atlanta

Efsta lið NBA deildarinnar, Detroit Pistons var ekki í vandræðum með Atlanta Hawks á útivelli í nótt og sigraði 117-89. Chauncey Billups skoraði 23 stig í jöfnu liði Detroit, en Al Harrington skoraði 21 stig fyrir Atlanta. Detroit hefur unnið 31 leik og tapað aðeins 5 í vetur.

Sport
Fréttamynd

Houston - Dallas í beinni

Í kvöld verður á dagskrá Texasslagur á NBA TV á Digital Ísland, þegar Houston Rockets tekur á móti Dallas Mavericks. Það eina sem þessi lið eiga sameiginlegt í dag er að vera frá Texas, því gengi þeirra hefur verið gjörólíkt í vetur. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur Kirilenko of mikið fyrir Toronto

Utah Jazz vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA deildinni í nótt 111-98, þar sem Andrei Kirilenko náði fyrstu þreföldu tvennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 18 stig, hirti 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann varði auk þess 4 skot og stal 3 boltum í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Utah - Toronto í beinni

Það verður áhugaverður leikur á dagskrá á NBA TV á Digital Ísland í nótt, en þar verða á ferðinni lið Utah Jazz og Toronto Raptors. Bæði þessi lið hafa komið mikið á óvart að undanförnu og verið á góðu skriði eftir dapra byrjun í haust. Leikurinn byrjar klukkan 2 í nótt.

Sport
Fréttamynd

Francis leystur úr banni

Bakvörðurinn Steve Francis hefur nú fengið leyfi forráðamanna Orlando Magic til að byrja að æfa með liðinu á ný eftir að hafa verið í banni í þrjá daga fyrir agabrot. Francis neitaði að fara inná völlinn í lokin á löngu töpuðum leik í síðustu viku og var fyrir vikið settur í bann. Hann fór í ferðalag til að hreinsa til í höfðinu á sér og hefur nú lofað að bæta ráð sitt.

Sport
Fréttamynd

Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd

Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Lagði Boston næsta auðveldlega

Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í gær þegar liðið mætti Boston Celtics í fyrrinótt. Lið Boston reyndist vera lítil fyrirstaða og unnu Pistons sanngjarnan sigur 94-84.

Sport
Fréttamynd

Kobe og Shaq mætast á ný

Það verður enginn smá leikur á dagskrá á NBA TV í beinni útsendingu í nótt, en þar mætast LA Lakers og Miami Heat í síðari leik sínum á tímabilinu eftir að Miami vann uppgjör liðanna á jóladag. Þó mikið hafi verið gert úr einvígi hinna fornu fjenda og fyrrum félaga, Kobe Bryant og Shaquille O´Neal, er ekki víst að mesta andúðin í kvöld verði þeirra á milli. Leikurinn hefst klukkan 03:30 í nótt.

Sport
Fréttamynd

Toronto stöðvaði sigurgöngu New York

Lið Toronto Raptors stöðvaði í nótt sex leikja sigurgöngu New York Knicks með 129-103 sigri á heimavelli sínum í Kanada. New York var fyrir leikinn eina taplausa liðið í NBA á árinu, en 31 stig frá Jalen Rose áttu stóran þátt í þessum sigri, sem jafnframt bauð upp á mesta stigaskor í sögu Toronto liðsins. Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York og Stephon Marbury var með 18 stig og 13 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

James með 46 stig í tapleik Cleveland

Hinn tvítugi LeBron James skoraði 46 stig fyrir Cleveland Caveliers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þrátt fyrir það tapaði Cleveland fyrir Phoenix, 115-106. Þá skoraði Kobe Bryant 38 stig fyrir Los Angeles Lakers sem unnu Golden State Warriors 110-104.

Sport
Fréttamynd

Indiana - Washington í beinni

Leikur Indiana Pacers og Washington Wizards verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst klukkan tólf á miðnætti. Indiana hefur unnið 19 leiki og tapað 14, en Washington hefur unnið 14 og tapað 19. Bæði lið unnu stórsigra í síðasta leik sínum, Indiana valtaði yfir Milwaukee 112-88 og Washington sigraði Atlanta 103-72.

Sport
Fréttamynd

Hætt við að skipta á Artest og Maggette

Orðrómurinn sem hefur verið á kreiki síðustu daga um að Indiana Pacers og LA Clippers hafi ætlað að skiptast á leikmönnum var staðfestur í nótt, þegar í ljós kom að Indiana bakkaði út úr því að fá hinn meidda Corey Maggette í skiptum fyrir vandræðagemlinginn Ron Artest.

Sport
Fréttamynd

Detroit vann auðveldan sigur á meisturunum

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu annan sannfærandi sigurinn í röð á meisturum San Antonio, nú á útivelli 83-68. Detroit hefur því unnið báða leiki liðanna í vetur og hélt San Antonio í lægsta stigaskori sínu til þessa á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Lakers - Cleveland í beinni

Þrír stórleikir verða á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Viðureign LA Lakers og Cleveland Cavaliers verður í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland, en þar mætast tveir af stigahæstu leikmönnum deildarinnar, Kobe Bryant og LeBron James. Leikurinn hefst klukkan hálf fjögur í nótt.

Sport
Fréttamynd

Fer Ron Artest til Los Angeles?

Al Harrington, leikmaður Atlanta Hawks og fyrrum leikmaður Indiana Pacers, sagði í samtali við Indanapolis Star að hann hefði heimildir fyrir því að Indiana og Los Angeles Clippers væru að komast að samkomulagi um að skipta á Artest og Corey Maggette á allra næstu dögum.

Sport
Fréttamynd

Dansarar Detroit þykja djarfir

Dagatal sem gefið var út af klappstýrum Detroit Pistons um jólin hefur heldur betur farið fyrir brjóstið á ákveðnum hópi fólks, sem þótti dagatalið heldur ósiðlegt. Hópur kristinna manna hefur nú vakið athygli á því að dagatalið, sem gefur að líta myndir af klappstýrunum í efnislitlum sundfötum, særi blygðunarkennd fólks og sé ekki sæmandi körfuboltaliði sem nýtur stuðnings fjölskyldufólks.

Sport
Fréttamynd

Iverson skoraði 46 stig í tapi

Allen Iverson skoraði 46 stig fyrir lið sitt Philadelphia í nótt, en það dugði ekki til sigurs gegn Utah Jazz sem hafði betur 110-102. Þetta var 8. sigur Utah í síðustu 9 leikjum. Varnarleikur Philadelphia var sem fyrr skelfilegur og kostaði liðið sigur, en Utah var með um 70% skotnýtingu í síðari hálfleiknum. Mehmet Okur skoraði 25 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Utah.

Sport
Fréttamynd

Aftur tapar Phoenix í þriðju framlengingu

Denver Nuggets lagði Phoenix Suns á heimavelli sínum í nótt 139-137 eftir þrjár framlengingar. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Phoenix lendir í þremur framlengingum og tapar. Carmelo Anthony skoraði 43 stig fyrir Denver og þar á meðal sigurkörfuna í lokin. Raja Bell var stigahæstur hjá Phoenix með 30 stig.

Sport
Fréttamynd

McGrady meiddur

Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, mun missa af í það minnsta tveimur leikjum með liði sínu eftir að hann var fluttur á sjúkrahús með mikla bakverki eftir leik Houston og Denver á sunnudagskvöldið. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Houston sem er einnig án Yao Ming vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Nash og James leikmenn vikunnar

Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns og Mike James hjá Toronto Raptors voru hafa verið útnefndir leikmenn vikunnar í Vestur- og Austurdeildinni í NBA. James stýrði liði Toronto til þriggja sigra í fjórum leikjum og skoraði 25 að meðaltali í leik og gaf sjö stoðsendingar. Nash skoraði 21 stig að meðaltali í leik og gaf 14,3 stoðsendingar í þremur sigrum Phoenix í fjórum leikjum.

Sport
Fréttamynd

Bryant jafnaði 40 ára gamalt met Chamberlain

Kobe Bryant skoraði í nótt 45 stig í sigri LA Lakers á Indiana 96-90, en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1964 sem leikmaður skorar 45 stig eða meira, fjóra leiki í röð. Wilt Chamberlain var síðasti maðurinn til að ná því afreki, en Michael Jordan skoraði 45 stig eða meira þrjá leiki í röð árið 1990.

Sport
Fréttamynd

Carter tryggði Nets 10. sigurinn í röð

Vince Carter fór illa með sína gömlu félaga í Toronto Raptors í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu New Jersey Nets með ævintýralegu þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall. New Jersey sigraði 105-104 og var þetta 10. sigurleikur liðsins í röð. Carter skoraði 42 stig og hirti 10 fráköst í leiknum og Jason Kidd skoraði 22 stig og gaf 15 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Bryant skoraði 50 stig

Kobe Bryant er heldur betur í stuði þessa dagana og í nótt skoraði hann 50 stig fyrir LA Lakers í sigri liðsins á grönnum sínum í LA Clippers 112-109. Bryant hefur því skorað að meðaltali 49 stig í síðustu tveimur leikjum liðsins og í nótt hirti hann auk þess 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Sport
Fréttamynd

Phoenix burstaði Miami

Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA.

Sport
Fréttamynd

Hornets spila þrjá leiki í New Orleans

Forráðamenn New Orleans/Oklahoma City Hornets-liðsins í NBA deildinni hafa nú tilkynnt að liðið muni spila þrjá heimaleiki í New Orleans í vor sökum þess hve vel uppbygging í borginni gengur eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

McGrady vann einvígið við James

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady og LeBron James háðu mikið einvígi þegar Houston vann góðan útisigur á Cleveland 90-81 og svo virðist sem Cleveland sakni Larry Hughes mikið, en hann verður frá í allt að tvo mánuði vegna fingurbrots. Cleveland hafði verið á mikilli sigurgöngu fyrir leikinn, en náði ekki að leggja meiðslum hrjáð lið Houston.

Sport
Fréttamynd

LeBron James með stórleik

LeBron James átti stjörnuleik þegar lið hans Cleveland Cavaliers bar sigurorð af Milwaukee Bucks í NBA deildinni í nótt 91-84. James skoraði 32 stig, þar af 17 í fjórða leikhluta, hirti 11 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Liðið varð þó fyrir áfalli í leiknum, því Larry Hughes fingurbrotnaði og verður frá í 6-8 vikur. Michael Redd var atkvæðamestur hjá Milwaukee með 28 stig.

Sport
Fréttamynd

Fimmta tap Lakers í röð

LA Lakers tapaði fimmta leik sínum í röð í nótt þegar liðið lá fyrir Utah Jazz, en þetta var síðari leikurinn sem Kobe Bryant þurfti að taka út leikbann fyrir olnbogaskot í leik á dögunum. Utah sigraði 90-80. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst, varði 7 skot og stal 6 boltum. Lamar Odom skoraði 25 stig fyrir Lakers.

Sport
Fréttamynd

Weiss rekinn frá Seattle

NBA-lið Seattle Supersonics rak í gær þjálfara sinn Bob Weiss og er aðstoðarmaður hans Bob Hill tekinn við þjálfun liðsins þangað til eftirmaður Weiss er fundinn. Gengi Seattle hefur verið upp og ofan það sem af er vetri en illa hefur gengið að byggja á góðum árangri sem náðist svo óvænt í fyrra, þegar liðið fór lengra en nokkurn óraði fyrir í úrslitakeppninni.

Sport
Fréttamynd

Stoudamire spilar ekki meira í ár

Spútniklið Memphis Grizzlies hefur orðið fyrir gríðarlegu áfalli því leikstjórnandinn Damon Stoudamire fór í aðgerð í gær vegna hnémeiðsla og nú þykir víst að hann muni ekki leika meira með liðinu á þessu tímabili. Stoudamire var kjörinn nýliði ársins árið 1996 þegar hann lék með Toronto Raptors. Hann var með um 12 stig og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur með Memphis.

Sport