Indland

Fréttamynd

Sveppa­hringur slær heims­met

Indverska fyrirtækið SWA Diamonds hefur skráð sig í heimsmetabók Guinness fyrir flesta demanta á einum hring. Á nýjasta hring þeirra eru 24.679 demantar.

Erlent
Fréttamynd

Ný mann­réttinda­skýrsla Meta ó­full­nægjandi hvað Ind­land varðar

Tæknifyrirtækið Meta gaf í fyrsta sinn út mannréttindaskýrslu í gær, skýrslan fer yfir framgang fyrirtækisins í mannréttindamálum. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir það að hafa hundsað óæskilega framkomu notenda á Facebook sem hafi leitt til ofbeldis í raunheimum, til dæmis á Indlandi.

Erlent
Fréttamynd

Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði

Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum.

Erlent
Fréttamynd

Minnst sextán látin eftir flóð á Indlandi

Minnst sextán eru látin og tugir eru slasaðir eftir gríðarlegt asaflóð í Kasmír-héraði á Indlandi. Flóðið varð á meðan þúsundir voru í pílagrímsferð að íshelli í Himalajafjöllum.

Erlent
Fréttamynd

Milljónir manna heimilis­laus eftir gríðarleg flóð

Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina.

Erlent
Fréttamynd

Þýðingar­vél Goog­le stækkuð

Þýðingarvél tæknirisans Google hefur nú verið stækkuð en 24 nýjum tungumálum hefur verið bætt við þjónustuna. Rúmlega 300 milljónir manna tala tungumálin sem um ræðir en um helmingur þeirra er frá Afríku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ís­firðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita

Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna.

Erlent
Fréttamynd

Skæð hita­bylgja setur líf Ind­verja úr skorðum

Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði.

Erlent
Fréttamynd

Rússar verði háðir Kín­verjum eftir nýjustu efna­hags­þvinganir

Evrópu­sam­bandið ætlar að meina Rússum að­gang að Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðnum sem myndi gera þá al­ger­lega háða Kín­verjum eða Ind­verjum þegar efna­hagur landsins hrynur. Þetta er á meðal þess sem kynnt var í fjórða pakka þvingunar­að­gerða gegn Rúss­landi í gær.

Erlent
Fréttamynd

Covid dreifist hratt í borgum Indlands og meðal barna

Kórónuveiran er aftur komin í tiltölulega mikla dreifingu á Indlandi þessa dagana og þá sérstaklega í borgum landsins. Innlagnir eru þó enn tiltölulega fáar og delta-afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, er enn ráðandi í landinu en einungis 2.630 hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu, svo vitað sé.

Erlent
Fréttamynd

Ástralar og Japanir skrifa undir varnarsáttmála

Ríkisstjórnir Japans og Ástralíu skrifuðu í morgun undir varnarsáttmála sem ríkin segja að sáttmálinn muni auka stöðugleika í Austur-Asíu. Yfirvöld í Ástralíu hafa á undanförnum árum aukið varnarsamstarf með Japan, Indlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi vegna áhyggja af auknum mætti Kína.

Erlent
Fréttamynd

Formaður herforingjaráðs Indlands fórst í þyrluslysi

Bipin Rawat, formaður herforingjaráðs Indlands, dó í þyrluslysi á Indlandi í morgun. Madhulika Rawat, eiginkona hans, og ellefu aðrir fórust einnig í slysinu. Einn lifði af en er á sjúkrahúsi í alvarlegu ástandi með brunasár víðsvegar um líkamann.

Erlent
Fréttamynd

Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði

Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“.

Erlent
Fréttamynd

Kornabörn fórust í eldsvoða á indversku sjúkrahúsi

Fjögur ungbörn fórust þegar eldur kviknaði á nýburadeild sjúkrahúss í borginni Bhopal á Indlandi í gærkvöldi. Nokkur börn slösuðust til viðbótar en ekki liggur fyrir hversu mörg þau eru og hversu alvarleg sár þau eru.

Erlent
Fréttamynd

Modi tilkynnti um kolefnishlutleysi Indlands árið 2070

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tilkynnti nokkuð óvænt um nýtt markmið þjóðar sinnar um kolefnishlutleysi fyrir árið 2070 á COP26-loftslagsráðstefnunni í Glasgow í dag. Eitt helsta markmið fundarins er að setja stefnuna á kolefnishlutleysi árið 2050 en ekki var búist við að Indverjar ætluðu að taka undir það.

Erlent