Landbúnaður

Fréttamynd

Sveitarstjóri liggur á bæn og biður um rigningu

Íbúar á Suðurlandi eru beðnir að fara sparlega með vatn því sökum mikilla þurrka undanfarið er mikið álag á veitukerfum sveitarfélaga. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra segist liggja á bæn og biðja um rigningu.

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt

Elíza Lífdís útskrifaðist sem búfræðingur og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu í fjórum greinum. Hana dreymir um að verða bóndi og leitar sér að búi til að taka við.

Innlent
Fréttamynd

Kjötfrumvarp úr nefnd

Frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á fersku kjöti var afgreitt út úr atvinnuveganefnd í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Sundriðið á nærbuxunum

Hestamenn sundriðu í sjónum við Stokkseyri um helgina en þá var árlegur baðtúr Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi farin. Þeir hörðustu riðu berbakt á nærbuxunum þegar þeir fóru í sjóinn.

Innlent
Fréttamynd

Salka bar fimm hressum og heilbrigðum lömbum

"Þetta eru fínustu lömb, hress og heilbrigð. Burðurinn gekk ágætlega hjá henni, það komu reyndar tvö á afturfótunum, það var eitthvað sem við leystum auðveldlega. Þetta eru sæðingalömb undan sæðingahrúti, þannig að eitthvað af þeim verður líklega í ásetningshópnum í haust, segir Tómas Jensson,“ bóndi á Teigi í Fljótshlíð.

Innlent
Fréttamynd

Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag

"Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg Ottósson, eini sveppabóndi landsins og eigandi Flúðasveppa á Flúðum.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn notuðu salernið á meðan bóndinn brá sér í sturtu

Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi á bænum Hvítanesi í Vestur Landeyjum hefur fengið sig fullsadda af ágangi ferðamanna á jörð sinni því þeir gefa hrossum hennar og nota dróna til að taka myndir af þeim, sem fælir hestana og gerir þá hrædda. Steininn tók nýlega úr þegar ferðamenn fóru inn í húsið hennar til að nota salernið á meðan hún var í sturtu.

Innlent