Dýr

Fréttamynd

Apar pyntaðir í á­góða­skyni öðrum til skemmtunar

BBC hefur birt umfjöllun um fjölmenna hópa á samfélagsmiðlum þar sem rætt er um, óskað eftir og deilt myndskeiðum þar sem apar eru pyntaðir, stundum til dauða. Um er að ræða pyntinga-hring, þar sem fólk getur greitt fyrir myndskeið þar sem apar eru pyntaðir á umbeðinn máta.

Erlent
Fréttamynd

Eitt slátur­hús á Ís­landi gasar svín

Eitt af fjórum svínasláturhúsum á Íslandi notar koltvíoxíð gas til að aflífa svín. Thelma Róbertsdóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir þetta samræmast lögum um dýravelferð og Evrópureglugerð. Enn þá sé þetta besta aðferðin til aflífunar svína.

Innlent
Fréttamynd

Bý­flugna­her tók yfir Man­hattan

Þúsundir býflugna gerðu sig heimkomnar utan á hóteli á Manhattan með þeim afleiðingum að loka þurfti heilli húsaröð á mótum Broadway og 54. götu.

Erlent
Fréttamynd

Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns

Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti leiðsöguhundurinn á Selfossi

Fyrsti blindrahundurinn á Selfossi er nú komin til starfa en það er hún Hilda, sem er labrador og fjórtándi leiðsöguhundurinn á Íslandi. Hilda þarf að læra tuttugu og sex skipanir hjá notenda sínum. Fullþjálfaður leiðsöguhundur kostar um sex milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskum manni banað af hákarli í Rauðahafi

Rússneskur maður lést í gær eftir að tígrishákarl réðst á hann undan ströndum Hurghada í Egyptalandi. Hákarlinn réðst á manninn skammt frá landi og stóðu ferðamenn á bakkanum og horfðu á árásina.

Erlent
Fréttamynd

Laxa­­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð – hvers vegna?

Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Rostungurinn er farinn

Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 

Innlent
Fréttamynd

Krókódílar færir um eingetnað

Krókódíll í dýragarði í Kosta Ríka verpti eggjum sem innihéldu lífvænleg fóstur, án þess að hafa nokkurn tímann komið nálægt karlkyns krókódíl. Eggin klekktust ekki út en fóstrin í þeim voru nánast með sama erfðamengi og móðirin.

Erlent
Fréttamynd

Ó­venju­legt hátta­lag lirfa í Hafnar­firði

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum.

Innlent
Fréttamynd

Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat

Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur.

Innlent