WOW Air

Fréttamynd

Skúli segist hafa tapað átta milljörðum á falli WOW air

Skúli Mogensen segir að hann og félög á hans vegum hafi tapað átta milljörðum króna á falli WOW Air. Hann segir að það sé fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu flugfélagsins og síðar við að reyna að bjarga félaginu frá falli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Illt er verkþjófur að vera

Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests.

Skoðun
Fréttamynd

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvíeggjað sverð

Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Launakröfur WOW starfsmanna á fjórða milljarð

Fyrrverandi starfsmenn WOW air hafa gert launakröfur í þrotabú flugfélagsins fyrir á þriðja milljarð króna. Kröfulýsingafrestur rennur út á miðnætti en ljóst er að heildarupphæð krafna í þrotabúið mun hlaupa á tugum milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“

Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári.

Innlent