Vísindi

Fréttamynd

Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi.

Erlent
Fréttamynd

Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu

Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjötta hlýjasta ár frá upp­hafi mælinga

Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga.

Erlent
Fréttamynd

Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum

Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Svínshjarta grætt í mann í fyrsta sinn

Læknar í Bandaríkjunum hafa grætt svínshjarta í mann, í aðgerð sem talin er marka tímamót í læknavísindunum. Hin átta tíma langa aðgerð var framkvæmd á föstudag og þegar greint var frá fréttunum í gær var líðan sjúklingins með ágætum.

Erlent
Fréttamynd

Kvika á leið upp helmingi minni en fyrir síðasta gos

Ný gervihnattagögn benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sú núna á um fimmtánhundruð metra dýpi og virðist hún hafa þrýst sér upp um eitthundrað metra á síðustu fimm dögum. Jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu telur enn helmingslíkur á gosi.

Innlent
Fréttamynd

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Innlent
Fréttamynd

Sá stærsti og besti lagður af stað

James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Annað hvort dreifum við okkur um Vetrarbrautina eða deyjum út

Mannkynið er dauðadæmt, dreifi það sér ekki um sólkerfið og jafnvel lengra en það. Án þess að mannkynið verði tegund margra reikistjarna er tölfræðilega óhjákvæmilegt að það muni þurrkast út. Hvort sem það gerist á næstu áratugum eða jafnvel milljörðum ára, þá munum við deyja og jörðin þurrkast út.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fýsilegar aðstæður á Íslandi til að „búa til veður“

„Menn hafa í árhundruð reynt að stjórna veðrinu en það var ekki fyrr en í kringum og eftir seinni heimstyrjöldina að vísindin fóru að taka á sig einhverja mynd,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, um tilraunir manna til að hafa áhrif á veðurfar.

Innlent
Fréttamynd

Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu

Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess.

Erlent
Fréttamynd

Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims

Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól.

Erlent
Fréttamynd

Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina

Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik.

Erlent