Kauphöllin

Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar sagðir ætla að taka þátt í út­boði Play og verja sinn hlut

Allt útlit er fyrir að mikill meirihluti helstu fjárfestanna í hluthafahópi Play muni leggja flugfélaginu til samanlagt um helming þeirrar fjárhæðar sem það áformar að tryggja sér í þessum mánuði. Stjórnendur Play hafa klárað markaðsþreifingar við tíu stærstu hluthafa félagsins vegna útboðsins, þar sem ætlunin er að sækja allt að fjóra milljarða, og væntingar eru um að hægt verði að tilkynna um aðkomu þeirra á allra næstu dögum.

Innherji
Fréttamynd

Hlut­hafar vilja drífa hluta­fjár­aukningu Play af

Stór hluthafi í Play segir æskilegt í ljósi þess að tilkynnt hafi verið um að til standi að auka hlutafé flugfélagsins að það verði gert á næstu dögum og helst ekki síðar en í þessum mánuði. Til skamms tíma ætti fyrirhugað hlutafjárútboð að leiða til þess að gengi bréfa félagsins haldist niðri en forstjóri Play hefur sagt að hlutafjáraukninguna þurfi ekki á næstu mánuðum til að fjármagna reksturinn.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir líf­eyris­sjóðir um­svifa­miklir í tæp­lega átta milljarða út­boði Amaroq

Mikill fjöldi helstu íslensku lífeyrissjóðanna kemur að kaupum á stórum hluta þess nýja hlutafé upp á samtals um 7,6 milljarða króna sem Amaroq Minerals hefur sótt sér í gegnum hlutafjárútboð en fyrir voru aðeins tveir lífeyrissjóðir í eigendahópi málmleitarfyrirtækisins. Söluandvirði útboðsins, sem var stækkað vegna rúmlega tvöfaldrar umframeftirspurnar, verður meðal annars nýtt til að hraða áformaðri gullvinnslu við Nalunaq-námu félagsins í Suður-Grænlandi síðar á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

Þrátt fyrir mikið tap er for­stjóri Play bjart­sýnn

Það skýrist á næstu vikum hvort stærstu hluthafar Play hafi áhuga á leggja félaginu til aukið hlutafé. Félagið hefur tapað meiru fé á fyrstu þremur árum sínum en WOW tapaði á sex árum. Forstjóri Play er bjartsýnn og segir félagið ekki bera neinar vaxtaberandi skuldir.

Innlent
Fréttamynd

Verðmat Icelandair lækkar um nærri 30 prósent en það er „enn von“

Verðmat Icelandair lækkaði um tæplega 30 prósent vegna erfiðleika í rekstri. Verðmatið er engu að síður langt yfir markaðsvirði eða næstum 50 prósentum. Greinandi segir að ytri áföll í rekstri flugfélagsins hafi verið ansi tíð. Icelandair hafi ekki náð að rétta úr kútnum eftir Covid-19 heimsfaraldurinn eins og væntingar stóðu til. „Það er þó enn von.“

Innherji
Fréttamynd

Amaroq freistar þess að sækja sér allt að sjö milljarða í aukið hluta­fé

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem er meðal annars skráð í Kauphöllina á Íslandi, freistar þess að sækja sér umtalsvert fjármagn frá fjárfestum í aukið hlutafé en félagið áformar að hefja gullvinnslu á Suður-Grænlandi síðar á árinu. Amaroq og ráðgjafar félagsins eiga nú í markaðsþreifingum við ýmsa innlenda fjárfesta, samkvæmt upplýsingum Innherja, og standa væntingar til þess að útboð upp á fimm til mögulega um sjö milljarða króna verði klárað yfir helgina.

Innherji
Fréttamynd

Play í hluta­fjár­aukningu og á aðalmarkað

Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr for­stjóri bregst við gagn­rýni fjár­festa og lækkar veru­lega af­komu­spá Marel

Nýr forstjóri Marel hefur komið til móts við gagnrýni fjárfesta um óraunhæf rekstrarmarkmið með því að lækka talsvert afkomuspá félagsins fyrir þetta ár og segir að fyrsti fjórðungur „verði þungur“ vegna krefjandi markaðsaðstæðna. Framlegðarhlutfall Marel var lítillega undir væntingum greinenda á síðasta fjórðungi 2023 á meðan nýjar pantanir jukust meira en gert var ráð fyrir auk þess sem félagið skilaði verulega bættu sjóðstreymi sem gerði því kleift að létta á skuldsetningu.

Innherji
Fréttamynd

Krefjandi markaðs­að­stæður setji á­fram mark sitt á af­komu Marels

Horfur eru á að krefjandi markaðsaðstæður muni áfram setja mark sitt á afkomu Marel. Greinendur búast almennt við því að afkoma fyrirtækisins muni dragast saman á milli ára á fjórða ársfjórðungi og að framlegðarhlutfall verði rétt undir tíu prósentum. Marel  mun birta uppgjör eftir lokun markaða á morgun.

Innherji
Fréttamynd

Nýr for­stjóri Reita fór fyrir 200 milljarða banka í Katar

Guðni Aðalsteinsson, fyrrverandi forstjóri þriðja stærsta viðskiptabanka Katar, hefur verið ráðinn forstjóri Reita. Markaðsvirði bankans er yfir 200 milljarðar króna en til samanburðar er markaðsvirði Reita um 65 milljarðar króna. Guðni hefur á ferli sínum gegnt fjölbreyttum stjórnunarstöðum á Íslandi, Englandi, Þýskalandi og Katar.

Innherji
Fréttamynd

Arion freistar þess að selja um tíu prósenta hlut bankans í Eyri Invest

Arion leitar nú að áhugasömum fjárfestum til að kaupa allan eignarhlut bankans í Eyri Invest en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti hluthafi Marel sem á núna í formlegum viðræðum um samruna við John Bean Technologies. Þrír mánuðir eru síðan Arion leysti til sín samanlagt nálægt tíu prósenta hlut sem var áður í eigu feðganna Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóra Marel, og Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eyris í meira en tvo áratugi, en Árni Oddur leitar nú leiða til að komast að nýju yfir þau bréf í gegnum nýtt fjárfestingafélag sem hann fer fyrir.

Innherji
Fréttamynd

„Enginn bar­lóm­ur“ en án Mar­els tefst upp­færsl­a hjá MSCI

Fari svo að bandaríska fyrirtækið John Bean Technologies (JBT) kaupi Marel mun það tefja ferlið við að komast upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu MSCI. „Það er enginn barlómur í okkur. Við erum áfram í dauðafæri en þetta tefur að líkindum verkefnið eilítið,“ segir forstjóri Kauphallarinnar.

Innherji
Fréttamynd

„Það er mikil­vægur á­fangi að skila hagnaði“

Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra, eftir skatta, sem er töluverð breyting frá árinu áður þegar félagið tapaði 800 milljónum. Eldgos og jarðhræringar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins á fjórða ársfjórðungi. Alls ferðuðust þó 4,3 milljónir farþega með þeim í fyrra sem er aukning um 17 prósent frá árinu á undan. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­mark­að­ur­inn er í meir­a jafn­væg­i og „ekki allt á kost­a­kjör­um“

Hlutabréfamarkaðurinn er í meira jafnvægi en í lok október þegar hann var „nærri lágmarki“ en frá þeim tíma hefur hann hækkað nær linnulaust. „Það er ekki allt á kostakjörum á markaðnum lengur líkt og var fyrir um þremur mánuðum síðan,“ að mati hlutabréfagreinenda, en fyrirtæki á markaði voru þá vanmetin um tæp 37 prósent en nú er hlutfallið um 16 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Mælir nú með kaupum í Al­vot­ech og hækkar verð­matið um 70 prósent

Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Barclays mælir með því að fjárfestar bæti við sig í Alvotech, áður ráðlagði hann þeim að halda stöðu sinni, og hækkar verulega verðmatsgengi sitt á íslenska líftæknilyfjafélagið eftir að ljóst varð að það á von á því að fá samþykkt markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sín stærstu lyf. Fjárfestar eru nú með meiri vissu um að sá fjöldi lyfja sem eru í þróun hjá Alvotech fari að skila tekjum, að sögn Barclays, sem telur félagið verða með sterka samkeppnisstöðu á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­magn flæddi í hluta­bréfa­sjóði á síðasta mánuði ársins

Eftir nánast samfellt útflæði úr hlutabréfasjóðum um langt skeið varð viðsnúningur á síðasta mánuði ársins 2023 þegar fjárfestar settu talsvert fjármagn í slíka sjóði samhliða því að hlutabréfamarkaðurinn fór á mikið flug. Á sama tíma var hins vegar ekkert lát á áframhaldandi sölu fjárfesta í blönduðum sjóðum og skuldabréfasjóðum.

Innherji
Fréttamynd

IFS verðmetur Alvotech 47 prósentum hærra en markaðurinn

IFS greining verðmetur gengi Alvotech 47 prósentum yfir markaðsverði. Fái fyrirtækið markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir hliðstæðu af líftæknilyfinu Humira, sem er gigtarlyf, í febrúar hækkar verðmatið þannig að það verður næstum tvöfalt hærra en markaðsvirðið er um þessar mundir. „Líftæknilyfjamarkaðurinn hefur farið ört vaxandi, í raun allt frá upphafi, sem gerir markað fyrir hliðstæðulyf einnig mjög spennandi og eftirsóknarverðan.“

Innherji
Fréttamynd

Von á nokkrum nýskráningum í ár ef það verður á­fram stemning á markaði

Framkvæmdastjóri hjá Kauphöllinni á von á því að nokkur ný félög muni bætast við hlutabréfamaraðinn í ár en veigamikil atriði í umhverfinu sem skipta máli hvað það varðar hafa verið að þróast til betri vegar. „Við höfum orðið vör við talsverðan áhuga á skráningum. Þetta gæti orðið nokkuð spennandi ár ef verðlagning helst hagstæð og það verður áfram góð stemning á markaðnum.“

Innherji
Fréttamynd

Fé­lag Róberts seldi breytan­leg bréf á Al­vot­ech fyrir um milljarð

Fjárfestingafélag í aðaleigu Róbers Wessman, stofnanda og forstjóra Alvotech, seldi í síðustu viku, daginn áður en Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna lauk úttekt sinni á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins, breytanleg skuldabréf á líftæknilyfjafélagið fyrir tæplega einn milljarð króna. Bréfin voru seld með tugprósenta hagnaði frá því að þau voru keypt í lok júlí í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Sam­ein­ing við Sam­kaup gæti „hrist­ upp“ í smá­söl­u­mark­aðn­um

Mögulegur samruni Orkunnar og Heimkaupa við Samkaup, sem er sagður vera rökréttur, gæti „hrist nokkuð upp í smásölumarkaðnum“ og ljóst að sameinað félag yrði nægjanlega stórt til að eiga erindi á Aðalmarkað í Kauphöllinni, að mati greinenda. Á meðan risarnir á markaði, Hagar og Festi, eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða sem eru ekki ýkja virkir í stjórnun félaganna eru hluthafar Skel fjárfestingafélags, sem á Orkuna og Heimkaup, líklega „meira öskrandi á hliðarlínunni.“

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech lyftir upp öllum markaðnum nú þegar sam­þykki FDA er nánast í höfn

Markaðsvirði Alvotech, ásamt nær öllum félögum í Kauphöllinni, hefur rokið upp um nærri hundrað milljarða króna á markaði sem af er degi eftir að ljóst varð að íslenska líftæknilyfjafélagið ætti von á því að fá samþykkt markaðsleyfi fyrir sín stærstu lyf í Bandaríkjunum. Útlit er fyrir að Alvotech verði í talsverðan tíma einir á markaði vestanhafs með hliðstæðu við gigtarlyfið Humira, eitt mesta selda lyf í heimi, sem hefur þá eiginleika sem söluaðilar þar í landi horfa einkum til.

Innherji
Fréttamynd

ING telur að samningur JBT um yfir­töku á Marel sé í höfn

Greinendur hollenska bankans ING telja að líkur á samruna Marels við John Bean Technologies (JBT) hafi aukist verulega með nýju tilboði og að samningur sé í höfn. Fjárfestingabankinn JP Morgan bendir hins vega á að 90 prósent hluthafa Marels þurfi að samþykkja tilboðið og það gæti gert samruna vandasamri.

Innherji
Fréttamynd

Hækka enn til­boð sitt í Marel og reikna með um 20 milljarða kostnaðar­sam­legð

Stjórn Marel hefur fallist á að hefja formlegar viðræður um samruna við John Bean Technologies, sem það telur „góð rök“ fyrir, eftir að bandaríska félagið kom með uppfært og hærra verðtilboð. Greinandi Citi telur líklegt að viðskiptin gangi eftir og hlutabréfaverð Marel, ásamt öðrum félögum á markaði, hefur rokið upp en stjórnendur JBT telja að sameining félaganna geti skilað sér í kostnaðarsamlegð upp á meira en 125 milljónir Bandaríkjdala. 

Innherji