Kauphöllin

Fréttamynd

„Mikil ó­vissa“ um hvað Al­vot­ech þarf að gera til að fá grænt ljós frá FDA

Áform Alvotech um að fara inn á Bandaríkjamarkað um mitt þetta ár eru í hættu vegna óvissu um hvenær FDA mun veita félaginu markaðsleyfi, að sögn erlendra greinenda, en skiptar skoðanir eru hvaða áhrif það kann að hafa – DNB lækkar verðmat sitt á félaginu en mælir enn með kaupum á meðan Citi segir fjárfestum að selja – og sumir álíta að tafir um einhverja mánuði muni ekki hafa mikil áhrif á markaðshlutdeild fyrirtækisins á árunum 2024 og 2025. Á óformlegum upplýsingafundum með innlendum fjárfestum hafa lykilstjórnendur Alvotech aðspurðir tekið fyrir þann möguleika að þörf verði á því á næstunni að sækja aukið hlutafé út á markaðinn.

Innherji
Fréttamynd

FDA stað­festir að það sé enn með svar­bréf Al­vot­ech „til skoðunar“

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur staðfest við Alvotech að eftirlitið sé ekki enn búið að yfirfara að fullu ítarlegt svar sem íslenska líftæknifélagið sendi eftirlitinu í upphafi mánaðarins vegna ábendinga sem voru gerðar eftir endurúttekt á framleiðsluaðstöðu fyrirtækisins. Eftir að hafa hrunið í verði um þriðjung á tveimur viðskiptadögum hækkaði gengi bréfa Alvotech um liðlega átta prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. 

Innherji
Fréttamynd

Anna Þor­björg hættir hjá Fossum fjár­festingar­banka

Anna Þorbjörg Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Fossum fjárfestingarbanka frá árinu 2016 og byggt upp eignastýringarsvið félagsins, er hætt störfum hjá bankanum, samkvæmt upplýsingum Innherja, en í liðnum mánuði hafði verið greint frá því að hún ætti að taka við stöðu framkvæmdastjóra nýs lánasviðs Fossa. Vænta má þess að draga muni til tíðinda á næstu dögum í viðræðum um fyrirhugaðan samruna Fossa og VÍS.

Innherji
Fréttamynd

FDA skaut fjár­festum í Al­vot­ech niður á jörðina og ó­vissa um fram­haldið

Skilaboð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) til Alvotech, sem gerir enn athugasemdir við  framleiðsluaðstöðu þess og setur áform um að hefja sölu á stærsta lyfi fyrirtækisins vestanhafs um mitt ár mögulega í uppnám, skutu fjárfestum skelk í bringu fyrir helgi og yfir hundrað milljarðar þurrkuðust út af markaðsvirði félagsins á einum viðskiptadegi – og felldi það um leið úr sessi sem hið verðmætasta í Kauphöllinni. Talsverð óvissa er um næstu skref en væntingar Alvotech, sem álíta athugasemdir FDA vera smávægilegar, eru að hægt verði að ljúka málinu fyrir tilsettan tíma í lok júní án þess að það kalli á þriðju úttektina af hálfu eftirlitsins á verksmiðju félagsins hér á landi.

Innherji
Fréttamynd

Upplýsingaskylda útgefenda skráðra skuldabréfa

Fréttir síðustu daga um fjármál íslenskra sveitarfélaga hafa vakið upp spurningar um hvort og þá hvaða sérstöku reglur gilda um útgefendur skráðra skuldabréfa, þá sérstaklega að því er varðar upplýsingagjöf þeirra.

Umræðan
Fréttamynd

Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin

Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­bólgu­á­lagið togast niður og um leið væntingar um topp vaxta­hækkana

Snörp gengisstyrking krónunnar síðustu daga, meðal annars drifin áfram af fjármagnsinnflæði, og væntingar um að verðbólgan sé búin að toppa hefur togað verulega niður verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og um leið aukið trúverðugleika Seðlabankans í aðgerðum sínum. Þótt óvissan um framhaldið sé enn mikil, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði, þá gera fjárfestar nú ráð fyrir að vaxtahækkunarferli bankans ljúki fyrr en áður var talið.

Innherji
Fréttamynd

For­stjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg

Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Innherji
Fréttamynd

Verðmetur Sýn 39 prósentum yfir markaðsvirði

Jakobsson Capital verðmetur Sýn, sem meðal annars á Vodafone og Stöð 2, um 39 prósentum yfir markaðsvirði þegar þetta er ritað. Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki hafa háan fastan kostnað en lágan breytilegan kostnað. Hagnaðarhlutfallið er mjög hátt af hverri auka krónu. Sókn í sölumálum og söludrifin áhersla á nýju skipulagi kemur því ekki á óvart, segir hlutabréfagreinandi.

Innherji
Fréttamynd

Við þess­ar að­stæð­ur mynd­ast oft mik­il kaup­tæk­i­fær­i

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur verið að fara í þveröfuga átt samanborið við alþjóðamarkaði. Erlendir fjárfestar hafa leitað í örugg rekstrarfélög. Þess vegna hafa fasteignafélög í nágrannalöndum okkar hækkað á meðan innlendir fjárfestar hafa selt þau „eins og enginn sé morgundagurinn.“ Við þessar aðstæður myndast oft mikil tækifæri, segir hlutabréfagreinandi.

Innherji
Fréttamynd

Stærstu hlut­hafar Bláa lónsins vilja ekki selja sig niður við skráningu á markað

Stærstu hluthafar Bláa lónsins eru lítt áhugasamir um að losa um eignarhluti sína í félaginu í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað síðar á árinu og því horfir ferðaþjónustufyrirtækið fremur til þess að fara þá leið að auka hlutafé sitt. Erfiðar markaðsaðstæður réðu mestu um að hætt hefur verið við að stefna að skráningu félagsins núna á vormánuðum, að sögn stjórnarformanns Bláa lónsins.

Innherji
Fréttamynd

Stefna að skráningu Bláa lónsins í haust

Stjórn Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, hefur ákveðið að hefja undirbúning að því að skrá félagið í Kauphöllina í haust. Þetta staðfestir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Bláa lónsins, í samtali við Innherja, en hann kynnti ákvörðunina á hluthafafundi félagsins í morgun.

Innherji
Fréttamynd

Ungir fjárfestar orðnir um þriðjungur af markaðnum

Hluthöfum í fyrirtækjum í Kauphöllinni sem eru í aldurshópnum 20 til 39 ára hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Hlutabréfaverð hækkaði talsvert á tímabilinu samhliða auknum áhuga yngri fjárfesta en heildarfjöldi hluthafa í skráðum félögum jókst samtals um meira en fimmtíu þúsund. 

Innherji
Fréttamynd

Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi

Gjald­þrot bank­ans Sil­ic­on Vall­ey Bank í Band­a­ríkj­un­um hef­ur leitt til verð­lækk­an­a á hlut­a­bréf­a­mörk­uð­um um all­an heim og breytt spám um stýr­i­vaxt­a­hækk­an­ir. Hér­lend­is hafa ver­ið um­tals­verð­ar lækk­an­ir á hlut­a­bréf­um og kraf­a á ó­verð­tryggð rík­is­skuld­a­bréf lækk­að­i vegn­a vænt­ing­a um að Seðl­a­bank­inn hækk­i stýr­i­vext­i minn­a en áður var tal­ið.

Innherji