Fótbolti

Svona verður framhaldið ef Ísland kemst í sextán liða úrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Íslands hafa farið á kostum í Frakklandi.
Stuðningsmenn Íslands hafa farið á kostum í Frakklandi. Vísir/Vilhelm
Ísland mætir Austurríki á Stade de France í París í lokaleik sínum í F-riðli EM í knattspyrnu. Með sigri eða jafntefli eru okkar menn komnir í sextán liða úrslitin. Tap þýðir að Ísland er úr leik.

Ísland gæti hafnað í fyrsta, öðru eða þriðja sæti í riðlinum, allt eftir því hvernig úrslit í öðrum leikjum verða. Það liggur mögulega ekki fyrir fyrr en þremur klukkustundum eftir leik í kvöld þ.e. þegar keppni í E-riðli lýkur.

Leikir í 16 liða úrslitum í boði fyrir Ísland:

26. júní í Toulouse á móti Belgíu, Svíþjóð eða Írlandi (1. sæti í riðlinum)

27. júní í Nice á móti Englandi (2. sæti í riðlinum)

25. júní í Lens á móti Króatíu (3. sæti í riðlinum)

Ísland mætir Austurríki klukkan 18 að staðartíma, klukkan 16 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu á Vísi. Þá verður bein útsending frá stuðningsmannahitting við Moulin Rouge um klukkan tólf að íslenskum tíma og sömuleiðis eftir leik.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×