Lífið

Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland

Bjarki Ármannsson skrifar
Skiptar skoðanir eru um ágæti pólska atriðsins.
Skiptar skoðanir eru um ágæti pólska atriðsins. Vísir/EPA
Framlag Úkraínu til Eurovision-söngvakeppninnar, sem fór sem kunnugt er með sigur af hólmi, hlaut ekki eitt einasta stig frá Íslandi, hvorki dómnefndinni né úr símakosningu.

Þetta er meðal þess sem kemur í ljós við að skoða stigagjöf Íslendinga, sem birt hefur verið á vef Eurovision.

Dómnefnd og almenningur voru nokkuð samstíga í stigagjöfinni. Dómnefndin gaf Hollandi tólf stig en Svíþjóð sex, en þessu var akkúrat öfugt farið í símakosningunni.

Ástralía og Rússland, sem lentu í öðru og þriðja sæti í keppninni, skoruðu nokkuð hátt hjá Íslendingum. Hin ástralska Dami Im hlaut tíu stig hjá dómnefndinni og átta í símakosningunni en Rússinn Sergej Lasarev hlaut átta stig hjá dómnefndinni og sjö í símakosningunni.

Þá vekur nokkra athygli að almenningur á Íslandi ákvað að gefa atriði Póllands heil tíu stig. Hinn litríki Michał Szpak sló ekki í gegn hjá evrópsku dómnefndunum, eins og glöggt kom fram í gær. 

Alls fékk Szpak ekki nema sjö stig samanlagt frá dómnefndum (íslenska dómnefndin gaf honum ekkert stig) en hann sópaði hins vegar að sér stigunum úr símakosningunni og flaug úr næstsíðasta sæti í það áttunda þegar úrslitin þaðan voru kynnt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×