Lífið

Svona er að vera keppandi í Ísland Got Talent

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ný stikla fyrir sjónvarpsþáttinn Ísland Got Talent sýnir nákvæmlega hvað keppendur þurfa að ganga í gegnum áður en þeir reyna að heilla dómnefndina í þáttunum en áheyrnarprufuferlið getur tekið á taugarnar.

Ísland Got Talent snýr aftur í janúar á Stöð 2 en fyrsta sería af þættinum sló öll met þegar hún var sýnd í lok síðasta árs og byrjun þessa árs.

Önnur sería verður með svipuðu sniði en þó er sú nýbreytni að dómarar geta ekki aðeins ýtt á rauða hnappa heldur einnig gyllta sem sendir keppendur beint í undanúrslit í beinni útsendingu.

Kynnir þáttanna er sem fyrr Auðunn Blöndal en í dómnefnd sitja þau Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Selma Björnsdóttir og Jón Jónsson.


Tengdar fréttir

Brynjar Dagur vann Ísland Got Talent

Brynjar hlýtur tíu milljónir króna í verðlaun fyrir að sigra á úrslitakvöldi hæfileikakeppninnar í Austurbæ í kvöld.

Selma flaug frá Stokkhólmi

Upptökum er lokið á sjónvarpsþættinum Ísland Got Talent sem verður sýndur á Stöð 2 í lok janúar á næsta ári.

Gullhnappur notaður í Talent

Tökur á fyrstu tveim þáttunum í Ísland Got Talent fóru fram um síðustu helgi. Upptökurnar eru mjög viðamiklar og fara fram í 4.000 fermetra rými í Korputorgi. 160 atriði verða kynnt og nítján tökuvélar notaðar.

Er ekki búinn að sofa síðan hann vann

"Ég fór fyrst heim til ömmu og við vorum að skála þar og horfðum á atriðiðmitt og svona,“ sagði sigurvegari Ísland Got Talent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×