Fótbolti

Sverrir Ingi í liði umferðarinnar í belgísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Ingi Ingason í leik með 21 árs landsliði Íslands.
Sverrir Ingi Ingason í leik með 21 árs landsliði Íslands. Vísir/EPA
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var valinn í ellefu manna úrvalslið 17. umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Sverrir Ingi hefur unnið sér fast sæti í miðri vörn Lokeren sem er sem stendur í 13. sæti belgísku deildarinnar.

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn þegar Lokeren vann 2-1 sigur á Charleroi á útivelli. Það er belgíska blaðið Nieuwsblad sem valdi Sverri í lið umferðarinnar.

Sverrir Ingi og Mijat Maric voru saman í miðvarðarstöðunum í leiknum en Lokoren komst í 2-0 en fékk á sig mark tíu mínútum fyrir leikslok.

Sverrir Ingi var ekki eini Lokeren-maðurinn í liði umferðarinnar því þar var einnig hægri bakvörðurinn Mario Ticinovic.

Þetta var sjötti leikurinn í röð þar sem Sverrir Ingi er í byrjunarliði Lokeren en liðið hefur unnið þrjá af þessum sex leikjum.

Sverrir Ingi er á sínu fyrsta tímabili með K.S.C. Lokeren en hann kom til liðsins frá norska liðinu Viking. Sverrir er uppalinn Bliki.

Sverrir hefur verið að stíga skref í rétta átt að undanförnu en hann spilað með íslenska landsliðinu í vináttuleik á móti Slóvakíu á dögunum.

Lið 17. umferðarinnar:

Matz Sels (AA Gent)

Mario Ticinovic (Lokeren)

Stefan Mitrovic (AA Gent)

Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)

Gertjan De Mets (Kortrijk)

Hans Vanaken (Club Brugge)

Danijel Milicevic (AA Gent)

Yohan Croizet (OHL)

Matias Suarez (Anderlecht)

Idrissia Sylla (Anderlecht)

Jelle Vossen (Club Brugge)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×