Innlent

Svarar fyrir Lekamálið og úrskurð Persónuverndar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Stefán
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, verður gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni á Stöð 2 á sunnudaginn.

„Ég mun ræða við hana um þessa orrahríð sem verið hefur upp á síðkastið, Lekamálið, úrskurð Persónuverndar og gefa henni tækifæri að svara fyrir þær ásakanir sem komið hafa fram gegn henni. Það hefur kvartað yfir því að hún hafi ekki svarað fyrir þetta og þess vegna held ég að það sé bara fagnaðarefni að hún hafi fallist á að koma í þetta viðtal,“ segir Björn Ingi í samtali við Vísi.

Persónuvernd úrskurðaði í liðinni viku að Sigríður Björk hafi brotið lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga þegar hún sendi Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um hælisleitandann Tony Omos og fleiri aðila.

Sigríður Björk hefur ekki svarað beiðni fréttastofu 365 um viðtal eftir að niðurstaða Persónuverndar lá fyrir. Hún sagði þó í yfirlýsingu fyrir helgi að hún teldi sig ekki hafa brotið lög. Þá sagði hún í viðtali við Morgunblaðið í vikunni að það hefði ekki hvarflað að henni að segja af sér vegna málsins.

Eyjan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17.30 á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur.

Fær ekki áminningu

Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×