Innlent

SUS vill draga ESB umsóknina til baka

Samband ungra Sjálfstæðismanna (SUS) skorar á stjórnvöld að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka sem fyrst.

Glórulaust sé að að eyða meiri fjármunum í þetta áhugamál Samfylkingarinnar, eins og segir í tilkynningu SUS.

Þá skora ungir Sjálfstæðismenn á landsfund Sjálfstæðisflokksins að taka þetta mál upp, en landsfundurinn hefst í dag. Eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær er búist við átökum á fundinum um Evrópumálin.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×