Innlent

Suðurlandsvegi var lokað vegna fjölda umferðaróhappa

Birgir Olgeirsson skrifar
Krapi og slabb gerði ökumönnum erfitt fyrir.
Krapi og slabb gerði ökumönnum erfitt fyrir. Vísir/Pjetur
Suðurlandsvegi var lokað á níunda tímanum þar sem mörg óhöpp urðu með stuttu millibili á kaflanum á milli Hveragerðis og Selfoss, í grennd við Ingólfsfjall. Fyrst rann lítill fólksbíl hálfur út af veginum, síðan ók jepplingur á hann, svo annar fólksbíll á jepplinginn og loks ók lítil rúta á hann.

Skammt þar frá rann smárúta út af veginum og hafnaði á skurðbarmi og að minnsta kosti þrír fólksbílar runnu út af veginum á kaflanum niður á Selfoss. Austan við Selfoss valt svo flutningabíll á hliðina utan vegar, en ökumaður slapp ómeiddur.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst slasaðist engin alvarlega í þessum tilvikum,. Krapi og hálka voru á veginum og nokkuð snarpar vindhviður frá fjallinu en nú er vegagerðin búin að hreinsa veginn og hálkuverja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×