Innlent

Styttu fangelsisdóm í tólf mánuði

Samúel Karl Ólason skrifar
Rúm 2,4 kíló af amfetamíni fundust í ferðatösku.
Rúm 2,4 kíló af amfetamíni fundust í ferðatösku. Vísir/Getty
Hæstiréttur dæmdi í dag Björgvin Hallgrímsson til 12 mánaða fangelsisvistar. Áður hafði Björgvin verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness til að sæta fangelsi í tvö ár fyrir aðild að innflutningi amfetamíns. Nánar tiltekið rúmra 2,4 kílóa af amfetamíni sem fundust í ferðatösku annars manns í janúar í fyrra.

Björgvin var dæmdur í héraðsdómi fyrir að hafa haft milligöngu um smyglið frá Hollandi. Þá var honum gert að hafa fengið hinn manninn til verksins og látið hann hafa reiðufé og leiðbeiningar. Hinn maðurinn neitaði því að Björgvin hafi fengið sig til smyglsins.

Dómnum þótti ekki sannað gegn neitun Björgvins að hann hafi veitt hinum manninum leiðbeiningar um ferðatilhögun og fyrirmæli um innflutning fíkniefnanna. Hann viðurkenndi að hafa látið manninn hafa umslag með reiðufé og farsíma, í milligöngu fyrir óþekktan aðila. Einnig þykir hæstarétti ekki sannað að Björgvin hafi átt að hagnast á broti mannsins.

Þó greiddi hann fyrir ferð mannsins með kreditkorti sínu og með því átti hann þátt í afbrotinu.

Dóminn má sjá hér á heimasíðu Hæstaréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×