Innlent

Stytta Einars Benediktssonar þjálfunarstöð Pokémona

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Farsímaleikurinn Pokémon Go, þar sem söguheimur Pokémon og raunheimur mætast í raunverulegri töfraveröld, hefur slegið í gegn. Þó svo að leikurinn sé ekki enn fáanlegur á Íslandi má nú sjá fjölmarga eltast við framandi en þó krúttleg skrímsli um borg og bæi.

Pokémon var síðast á allra vörum seint á tíunda áratug síðustu aldar þegar spilarar íöllum heimshornum freistuðu þess að fanga Pokémon-skrímslin krúttlegu, þjálfa þau og stefna saman í bardaga.

Hið sama er uppi á teningnum nú með tilkomu farsímaleiksins Pokémon Go, en að þessu sinni þurfa spilarar að segja skilið við sófann og halda sjálfir á vit ævintýranna.

Pokémon Go blandar saman söguheimi Pokémon og raunheimi með hjálp GPS-staðsetningartækni. Spilarar þurfa oft að ganga langar vegalengdir til að finna skrímslin. Ólíka Pokémona fá finna áólíkum stöðum sem taka mið af aðstæðum Í raunheiminum. Þannig eru til dæmis Vatna-Pokémonar í grennd við Rauðavatn. Einnig hafa borist fregnir af torkennilegu skrímsli á Vatnajökli.

Pokémon Go var gefinn út í Bandaríkjunum sjötta júlí síðastliðinn. Óhætt er að segja að Pokémon æði hafi gripið um sig í kjölfarið. Leikurinn er með vinsælustu smáforritum fyrir Android og iPhone, vinsælli en stefnumóta-appið Tinder og mun aðöllum líkindum toppa daglegan notendafjölda Twitter. Hlutabréf Nintendo hafa hækkað um tuttugu og fimm prósent á tæpri viku.

Hérna á Íslandi hefur samfélag Pokémon-þjálfara farið ört vaxandi á síðustu dögum. Á Facebook skiptast spilarar áábendingum og upplýsingum. Við mæltum okkur mót við Magnús Val Hermannsson, sjálftitlaðan Pokémonmeistara, á Höfða en stytta Einars Benediktssonar er einmitt ein af fjölmörgum þjálfunarmiðstöðVum Pokémona.

Í fréttinni hér fyrir má sjá viðtal við Magnús Val Hermannsson, sjálftitlaðan Pokémonmeistara. Hann hvetur alla til þess að prófa leikinn. „Þetta er stórfenglegt,“ segir Magnús Valur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×