Innlent

Stýrir íþróttavef í London

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2, Vísi og síðar á Fréttatímanum mun á næstunni stýra nýjum íþróttafréttavef í London. Hann verður með annan fótinn þar næstu vikurnar. Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar Pálmadóttur aðaleiganda 365 bað hann um að taka verkefnið að sér. „Blaðamenn fá sjaldan tækifæri til að starfa erlendis," segir Óskar Hrafn aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að slá til. Óskar Hrafn hefur unnið í fjölmiðlum um árabil. Þá spilaði hann lengi vel knattspyrnu með meistaraflokki KR og var atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×