Innlent

Sturla veltir fyrir sér forsetaframboði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson, vörubílsstjóri sem varð þjóðþekktur í kjölfar efnahagshrunsins og bauð fram í síðustu Alþingiskosningum í eigin nafni, segist velta fyrir sér að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann greinir frá því á Facebook-síðu sinni.

„Ég er að velta fyrir mér forseta framboði í þeirri von um að fólk vilji raunverulegar breytingar,“ segir í færslu Sturlu frá því í nótt. Hann bætist í hóp nokkurra Íslendinga sem velta stöðunni fyrir sér. Bæði söngvarinn Bergþór Pálsson og leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir hafa fengið áskoranir um að slá til og hafa hvorugt útilokað að bjóða fram.

Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti síðan 1996, mun tilkynna í áramótaávarpi sínu hvort hann sækist eftir endurkjöri. Hann hafði áður gefið sterklega til kynna að yfirstandandi kjörtímabil yrði hans síðasta. Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og grínist, hefur útilokað framboð.

Kosningar fara fram næsta vor.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×