Fótbolti

Stuðningsmenn Barcelona sektaðir fyrir að baula á kónginn

vísir/getty
Það féll í grýttan jarðveg hjá spænskum stjórnvöldum er stuðningsmenn Barcelona bauluðu á spænska konunginn og spænska þjóðsönginn fyrir bikarúrslitaleikinn á Spáni síðasta vetur.

Stuðningsmennirnir bauluðu af öllum lífs og sálarkröftum er þjóðsöngurinn var leikinn fyrir úrslitaleikinn gegn Athletic Bilbao. Kóngurinn var mjög vandræðalegur í stúkunni en Katalóníubúar vilja sjálfstæði frá Spáni. Síðan var baulað reglilega á kónginn meðan á leiknum stóð.

Nú er búið að sekta félagið um 9 milljónir króna fyrir baulið. Minna heyrðist í stuðningsmönnum Bilbao og fékk félagið því aðeins 2 milljón króna sekt.

Yfirvöld ákváðu einnig að sekta spænska knattspyrnusambandið um 18 milljónir króna fyrir þessa mikla vanvirðingu á þeirra viðburði.

Barcelona ætlar að áfrýja þessum úrskurði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×