Sport

Stuð og sveifla á dansmóti UMSK | Myndir og Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dansinn dunaði í allan dag í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi en þá fór fram árlegt Dansmót UMSK sem er orðið eitt allra glæsilegasta dansmót ársins.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, kíkti við og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan og neðan.

Dansmót UMSK var nú haldið í þriðja sinn af dansfélögunum í Kópavogi en þau eru Dansíþróttafélag Kópavogs, Dansfélagið Hvönn og Dansdeild HK.

Mótið er alltaf að stækka og í ár var það einstaklega glæsilegt með keppendur frá Írlandi, Noregi, Danmörku auk Íslands. Alls voru um 300 keppendur að þessu sinni.

Það hefur verið mikill metnaður lagður í síðustu mót og hefur það skilað sér í auknum áhuga erlendis frá. Þetta mót var engin undantekning og voru dansarar á heimsmælikvarða í Smáranum þar sem stuð og sveifla heillaði fjölmarga áhorfendur upp úr skónum.

Dansmótið byrjaði klukkan tíu í morgun og er nú nýlokið. Það má einnig sjá danstilþrif frá mótinu úr frétt í kvöldfréttum Stöðvar tvö en hún er aðgengileg hér.

Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Vísir/Stefán
Frá Dansmóti UMSK.Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×