Lífið

Strumparnir aftur í sjónvarp

Strumparnir 50 ára
Laddi talar fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans í Strumpaþáttunum sem hafa verið betrumbættir fyrir sýningar á Stöð 2 í september, en í ár fagna Struparnir 50 ára afmæli sínu.
Strumparnir 50 ára Laddi talar fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans í Strumpaþáttunum sem hafa verið betrumbættir fyrir sýningar á Stöð 2 í september, en í ár fagna Struparnir 50 ára afmæli sínu.

Stöð 2 hefur tryggt sér sýningaréttinn á Strumpaþáttunum og munu sýningar hefjast í næsta mánuði. Þættirnir sem um ræðir eru sömu Strumpaþættir og nutu mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar, en Stöð 2 hefur endurbætt þættina með því að hreinsa þá og færa á stafrænt form. Þá er einnig búið að endurhljóðvinna talsetningu Þórhalls Sigurðssonar leikara, eða Ladda, sem talaði fyrir alla Strumpana, Kjartan galdrakarl og köttinn hans.

Aðspurður segist Laddi vera ánægður með að Strumparnir birtist aftur á skjánum. „Ég var einmitt að fárast yfir því að Strumparnir væru ekki komnir á DVD, því þeir eru bara til á spólum. Það eru komnar tvær kynslóðir sem hafa fylgst með þeim og þeir eru sígildir,“ segir Laddi.

Í ár fagna Strumparnir 50 ára afmæli sínu og af því tilefni er kvikmynd í vinnslu. Ekki þykir ólíklegt að Laddi verði fenginn til að talsetja myndina yfir á íslensku og sjálfur segist hann til í slaginn ef til þess kemur. „Ég vona að ég fái allavega eitthvað hlutverk. Ég efast um að þeir láti mig lesa allt aftur, en það væri gaman,“ segir hann og brosir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×