Innlent

Stormurinn nær hámarki skömmu fyrir hádegi

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/vilhelm
SA-stormur gengur austur yfir landið í dag. Mest verður veðurhæðin vestanlands og þar nær vindstyrkur hámarki skömmu fyrir hádegi, en eftir hádegi tekur veðrið að ganga niður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Búast má við allt að 40-50 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli, 30-40 m/s, á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut. Einnig bylgjótt á Snæfellsnesi frá Grundarfirði og út fyrir Enni.

Óveður er á Reykjanesbraut, Grindarvíkurvegi, Kjalarnesi og undir Hafnafjalli. Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri.

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við

Á hálendinu eru vegirnir F206 og F207 ófærir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×