Innlent

Stórhríð á norðaustanverðu landinu í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir norðvestanstormi austantil á landinu fram eftir degi.
Gert er ráð fyrir norðvestanstormi austantil á landinu fram eftir degi. Vísir/Stefán
Veðurstofan varar við stórhríð á norðaustanverðu landinu, frá Tröllaskaga niður á Austfirði, fram yfir hádegi. Eitthvað snjóaði á þessum slóðum í nótt og dró í lítilsháttar skafla á Akureyri. Að sögn veðurfræðings á vakt virðist sem snjókoman sé heldur minni en búist var við, en það skýrist nánar þegar líður á morguninn.

Gert er ráð fyrir norðvestanstormi austantil á landinu fram eftir degi en mun hægari norðanátt verður vestantil á landinu. Víða blindbylur norðaustantil og lélegt skyggni í skafrenningi. Þá verður él norðvestantil en annars bjart að mestu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Dálítil él norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Kólnar í veðri og frost 4 til 10 stig í nótt og á morgun.

Nokkuð kalt verður í veðri á morgun og föstudag, en frost verður yfirleitt á bilinu 5-15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×