Stóraukið öryggi í raforkumálum Vestfirðinga Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 20:00 Öryggi íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í raforkumálum jókst til muna í gær þegar vígð var ný og öflug varaaflsstöð í Bolungarvík. Vestfirðingar sem oft eru einangraðir yfir verstu vetrarmánuðina hafa um árabil búið við mikið óöryggi hvað varðar raforku. Þetta er vel þekkt vandamál á norðanverðum Vestfjörðum; rafmagnið farið af og lítið um tryggt varaafl. Oftar en ekki gerist þetta í vonskuveðrum þegar hætta er á ferðum vegna snjóflóða og annarra hamfara og öryggi íbúana því verulega skert. En eftir að ný og öflug varaflsstöð var tekin formlega í notkun í gær, mun rafmagnið koma fljótlega aftur og öryggi íbúanna því mun meira en áður, eins og komið hefur fram á æfingum. Það var því glatt á hjalla þegar iðnaðarráðherra, bæjarstjórar og fleiri voru viðstödd formlega gangsetningu varaflsstöðvarinnar í gær. „Það má kannski segja með þessa stöð hérna að fall sé fararheill. Því við ætluðum að vígja þetta fyrir áramót, um það bil sem hún var tekin í notkun. En það tókst ekki og við urðum að fresta því vegna veðurs,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets við athöfnina í Bolungarvík í gær. Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða sagði þessa varaaflsstöð mjög mikilvæga fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. „Með nýjum aðveitustöðvum á Ísafirði og í Bolungarvík og þessari varaaflsstöð hér og hinu svo kallaða snjallneti, hefur hreinlega orðið bylting. Á norðaverðum Vestfjörðum munum við í framtíðinni ekki búa við langvarandi rafmagnsleysi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fagnaði með Vestfirðingum. „Mér er það mjög mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem við erum hér að fagna áföngum í afhendingaröryggi og raforkuöryggi Vestfjarða og það er ákaflega gleðilegt að fá að vera þátttakandi í því,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Öryggi íbúa á norðanverðum Vestfjörðum í raforkumálum jókst til muna í gær þegar vígð var ný og öflug varaaflsstöð í Bolungarvík. Vestfirðingar sem oft eru einangraðir yfir verstu vetrarmánuðina hafa um árabil búið við mikið óöryggi hvað varðar raforku. Þetta er vel þekkt vandamál á norðanverðum Vestfjörðum; rafmagnið farið af og lítið um tryggt varaafl. Oftar en ekki gerist þetta í vonskuveðrum þegar hætta er á ferðum vegna snjóflóða og annarra hamfara og öryggi íbúana því verulega skert. En eftir að ný og öflug varaflsstöð var tekin formlega í notkun í gær, mun rafmagnið koma fljótlega aftur og öryggi íbúanna því mun meira en áður, eins og komið hefur fram á æfingum. Það var því glatt á hjalla þegar iðnaðarráðherra, bæjarstjórar og fleiri voru viðstödd formlega gangsetningu varaflsstöðvarinnar í gær. „Það má kannski segja með þessa stöð hérna að fall sé fararheill. Því við ætluðum að vígja þetta fyrir áramót, um það bil sem hún var tekin í notkun. En það tókst ekki og við urðum að fresta því vegna veðurs,“ sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets við athöfnina í Bolungarvík í gær. Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða sagði þessa varaaflsstöð mjög mikilvæga fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. „Með nýjum aðveitustöðvum á Ísafirði og í Bolungarvík og þessari varaaflsstöð hér og hinu svo kallaða snjallneti, hefur hreinlega orðið bylting. Á norðaverðum Vestfjörðum munum við í framtíðinni ekki búa við langvarandi rafmagnsleysi.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fagnaði með Vestfirðingum. „Mér er það mjög mikil ánægja að vera með ykkur hér í dag. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem við erum hér að fagna áföngum í afhendingaröryggi og raforkuöryggi Vestfjarða og það er ákaflega gleðilegt að fá að vera þátttakandi í því,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira