Lífið

Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur.
Guðni Th. Jóhannesson mælir með fiskemti á pizzur. Vísir

Lauflétt grín Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um að ef hann gæti myndi hann setja lög sem bönnuðu ananans á pizzur hefur rataði í heimsfréttirnar. Erlendir miðlar um alla heim fjalla um málið.

Frétt Guardian um málið er birt á forsíðu vefútgáfu blaðsins þar sem Guðni er sagður hafa neyðst til þess að skýra orð sín nánar og vitnað í Facebook-færslu hans frá því í dag þar sem Guðni sagðist finnast það gott að hafa ekki þau völd að geta sett á umrætt bann.

CNN snertir einnig á málinu og segir að Guðni hafi sagt sína skoðun í máli sem sé eitt það eldfimasta sem til er þegar kemur að mat. CNN er einnig með könnun og athygli vekur að niðurstöður þeirrar könnunar eru nánast þær sömu og í könnum sem Vísir gerði, um 60 prósent eru hlynnt ananas á pizzum á meðan 40 prósent eru á móti.

Huffington Post, New York Post og Mashable eru meðal stórra fjölmiðla sem fjalla um málið en athygli vekur að tímaritið Foreign Policy, sem þekkt er fyrir umfjöllun um heldur stærri mál en álegg á pizzum, blandar sér einnig í umræðuna og er ljóst að pistlahöfundur deilir skoðun Guðna á ananas á pizzum. Segir þar að loksins hafi þjóðarleiðtogi stigið fram sem sé nógu hugrakkur til þess að taka afstöðu í stóru málunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×