Innlent

Stólar úr Gamla bíói til sölu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stólarnir sem um ræðir.
Stólarnir sem um ræðir. MYND/BLAND
Stólarnir af efri svölum Gamla bíós eru nú til sölu en eins og Vísir hefur áður greint frá standa nú yfir framkvæmdir í húsinu til að færa það aftur í upprunalegt horf.

Gamla bíó var stærsta samkomuhús Íslendinga á sínum tíma og hefur húsið hýst margvíslega viðburði í gegnum árin en Íslenska óperan var þar um 30 ára skeið. Húsið var vígt árið 1926, eða fyrir um 88 árum.

Öll 180 á sætin á eftir hæðinni eru föl fyrir 3000 krónur hvert en að sögn seljenda er nauðsynlegt að selja nokkur sæti saman, enda um sætalengjur að ræða. Ef sætin eru tekin í sundur geti þau skemmst. Þriggja sæta lengjurnar hafi selst samstundis og fáar fjögurra sæta raðir eru eftir. Lengstu raðirnar telja 11 sæti.

Bekkirnir á neðri hæð bíósins voru sem kunnugt er fjarlægðir og þeim komið í fóstur.

Húsið var teiknað af Einari Erlendssyni arktitekt og er að mestu friðlýst. Framkvæmdunum á að ljúka í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×